Kaldhæðni dagsins! Kaupmáttur öryrkjans í dag á matvælum
Skoðað: 3008
Kaldhæðni dagsins er mynd sem við stálum af alnetinu en á henni má sjá hvernig kaupmáttur öryrkja hefur þróast síðustu ár því nú eru stórmarkaðirnir farnir að pakka nautahakki í hentugar neytendapakkningar sem eru sniðnar að kaupmætti öryrkja í dag.
Því var líka laumað að okkur að hugmyndin hafi komið upp á brandarakvöldi VG og Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Ben hafði sagt brandara þar sem rónasteikur komu við sögu, en rónasteikur voru sunnudagsmatur fátæka mannsins á árum áður þegar franskbrauðssneið var smurð með kjötfarsi á báðum hliðum og síðan steikt á pönnu og til að þetta yrði nú alvöru sunnudagsmatur þá var höfð tómatsósa með.
Í dag er rónasteik nánast því of mikill lúxus fyrir öryrkjana því þeir verða annað hvort að gera sér að góðu franskbrauðið og tómatsósuna eða kjötfarsið því þeir hafa ekki efni á heilum skammti.
Við seljum þessar sögur ekki dýrar en þeim var stolið.
Ef þið hafið einhverjar sniðugar hugmyndir til að birta í dálkinum: “Kaldhæðni dagsins” ekki hika við að senda það á okkur.
Skoðað: 3008