Jarðtenging eða auðvaldstenging?
Skoðað: 2545
Það er alltaf áhugavert að sjá hvar ritstjórar fréttamiðla standa pólitískt séð, siðferðilega og hvort þeir standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að ritstýra fjölmiðlum.
Hörður Ægisson er einn af ritstjórum fréttablaðsins og í morgun, 6. júlí birtist leiðari eftir hann þar sem hann fer hamförum af vandlætingu um kjaradeilu ljósmæðra og telur að auki að formenn þeirra verkalýðsfélaga sem hafa haft sig mest í frami undanfarna mánuði séu ekki jarðtengdir og hafi ekki þekkingu á hagkerfinu á íslandi.
Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum.
Verkalýðsforkólfarnir vita vel hver staða lægst launuðu hópana í þjóðfélaginu er og eru í góðri tengingu við félagsmenn sína eftir breytingar í VR og Eflingu, eitthvað sem var ekki til staðar hjá fyrri stjórnendum þessara félaga svo jarðtenging þeirra er mjög góð.
Það má hins vegar alveg skoða hvaða tengingu Hörður Ægisson er með, því ekki er það jarðtenging en mikið frekar, miðað við skrifin, auðvaldstenging.
Skoðað: 2545