Íslenskur ferðamaður fær toppþjónustu á Indlandi
Skoðað: 2911
Við fengum skilaboð frá Indlandi í dag frá íslendingi sem þar er staddur og þurfti að leita sér læknisaðstoðar og fá lyf þegar hún var þar á ferðalagi.
Frómt frá sagt verður verðlag þar miðað við ísland svo ekki sé talað um þjónustuna langt ofar þeim gæðum sem íslendingum bjóðast í sínu heimalandi.
Hæhæ. Ég er í augnablikinu á Indlandi í fríi sem mér tókst að safna fyrir með mikilli yfirvinnu á sjūkrastofnun heima á Íslandi.
Þurfti að leita aðstoðar læknis hér úti og ėg er ekki að djóka þegar ég segi þér þetta, en á 30 mínútum var ég búin að tala við hjúkrunarfræðing, lækni og fá lyf í afgreiðslu sjúkrahússins. Allt kostaði þetta mig rúmar tæpar 3000 íslenskar krónur.
Nú höfum við ekki verðskrá íslenskra sjúkrahúsa eða bráðamóttöku þegar um erlenda ferðamenn er að ræða og hvað það kostar þá að leita sér lækninga á íslandi en ætli það sé ekki í það minnsta tífallt dýrara jafnvel tuttugufallt eða meira.
Svo vitum við líka að biðtími á bráðamóttöku á íslandi er ekki undir þrír tímar og enn lengri á nætur og um helgar.
Og þá á lyfjakostnaðurinn eftir að bætast ofan á.
Ísland best í heimi?
Nahhhh!
Skoðað: 2911