Illa launaður almenningur í fjórða dýrasta landi í heimi, annar hluti
Skoðað: 4837
20 Janúar 2015 var birtur pistill í Kvennablaðinu um fjórða dýrasta land í heimi og slæm launakjör almennings og vakti sá pistill mikla athygli. Núna, tæplega tveimur og hálfu ári síðar kemur í ljós að staðan hefur ekkert batnað samkvæmt þeim sem tóku út stöðuna árið 2015 en það eru sömu aðilar sem birta niðurstöðurnar núna á þessu ári en þar sést að enn trónir Ísland í fjórða sæti yfir þau lönd þar sem dýrast er að búa í heiminum.
Það er alveg magnað að hugsa til þess að síðustu fjögur og hálft ár hafa íslenskir stjórnmálamenn, sem hafa farið með völdin í þessu litla landi, stöðugt haldið því fram að hvergi á byggðu bóli í veröldinni allri, (sennilega vetrarbrautinni okkar og Andrometu líka), haft það eins gott og á Íslandi. Hvergi sé vöruverð lægra og matur ódýrari og hvergi hafi almenningur það eins gott og hér á þessu náskeri og veðravíti upp við austurströnd Grænlands.
En allt er þetta lygi og illgirni illa innrættra stjórnmálamanna sem hafa það eitt að markmiði en það er að hafa það sem best sjálfir með því að einkavæða allt sem einkavæða er hægt, helst til vina og vandamanna svo þeir geti haft það náðugt í ellinni en svelta almenning og þá sérstaklega aldraða og öryrkja í landinu sem hafa aðeins fengið eitt prósent kaupmáttaraukningu frá því árið 2006 eða á níu árum meðan á síðustu tveimur hafa þingmenn og ráðherrar fengið yfir 40% launahækkunn. Hækkunn húsnæðis á síðustu tveimur árum er að nálgast 30%.
Það er algjörlega ljóst öllum sem það vilja sjá, (þeim sem ekki snúa blinda auganu, (rassgatinu)), að því óþægilega, þar með talið kjörum lífeyrsiþega í landinu, að eldra fólk og öryrkjar eru lagstir í landflótta til að geta komist af á þeim lúsarbótum sem ríkið skammtar þeim.
Það er til skammar að hafa stjórnmálamenn ríkisstjórnarflokkana síljúgandi að almenningi í landinu, hvort sem þeir gera það á sínum síðum á samféalgsmiðlum, í dagblöðum eða útvarpi, sjónvarpi eða það sem verst er, úr ræðustóli alþingis, gjammandi lygaþvæluna úr sínum fölsuðu exelskjölum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum þegar staðreyndirnar í alþjóðlegum rannsóknum sýna allt aðra, sannari og verri hluti.
Almenningur á Íslandi þarf að fara að opna á sér augun, skafa lygaskítinn úr eyrunum og sjá og heyra hvernig ástandið raunverulega er á þessu veðurbarða skeri í stað þess að mæra lygarana, svikarana og arðræningjana sem stjórna landinu enda hefur fátækum börnum fjölgað um 3.000 á þessum tveimur árum sem liðin eru frá síðasta pistli um þetta en þá voru þau sex þúsund en í dag að nálgast 10 þúsund sem eru undir fátæktarmörkum.
Skoðum eftir tvö ár hvort það þurfi í alvöru að skrifa þriðja hluta, eftir Costco og að ísland sé þá að nálgast toppinn í þessari könnun.
Þessi pistill er einnig birtur á kvennablaðið.is
Góðar stundir.
Skoðað: 4837