Hræsni fjármálaráðherra vegna sölu Símans
Skoðað: 4832
Siðferði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra er á frekar lágu plani þegar hann stígur fram ogsegir ólíðandi að fáir útvaldir búi að sérkjörum á sölu Arion banka á hlutum í Símanum. Engin þolinmæði sé fyrir slíku í þjóðfélaginu. Málið sé klúður.
Í frétt sem birt er á Rúv segir meðal annars:
“Bjarni bendir á að hann sem fjármálaráðherra hafi ekki beina aðkomu að þessu máli, heldur sé það í höndum Bankasýslu ríkisins, en ríkið á 13% hlut í bankanum. Hann hafi þó ákveðna skoðun á því. „Það er alveg augljóst og ætti að vera mönnum ljóst, að það er engin þolinmæði fyrir því í íslensku samfélagi að það fái einhverjir að sitja að sérkjörum þegar að menn eru að höndla með verðmæti. Og í þessu tilviki þá er það mjög sterk upplifun manna að það hafi fáir útvaldir fengið að búa að sérkjörum,“ segir Bjarni.”
Síðan talar Bjarni um að draga þurfi lærdóm af hrunárunum og að gæta þurfi jafnræðis í svona málum.
Varla þarf að taka það fram að svona yfirlýsingar frá Bjarna hafa gert hann að athlægi fyrir hræsni og tvískinnung þar sem ekki er langt síðan hann sjálfur varði af hörku þá ákvörðun bankasýslu ríkisins að selja föðurbróður sínum hlut Landsbankans í Borgun án útboðs og nánast undir borðið.
Með því að smella hérna er hægt að skoða niðurstöður leitar á fréttir af Borgunarmálinu.
Bjarni Benediktsson verður seint sagður skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að heiðarleika og góðu siðferði.
Skoðað: 4832