Grímulaus sérhagsmunagæsla, spilling og auðvaldsdekur ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Skoðað: 3766

Steingeld stöðnun.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það er komin tími til að endurvekja sunnudagspistlana hér á Skandall og reyna að halda þeim við í vetur en þá má svo sem alveg kalla þetta ritstjórnarpistla líka ef út í það er farið.

Fréttir liðinar viku hafa varla farið fram hjá fólki og það kemur alltaf betur og betur í ljós hverslags óþverar það eru sem sitja í ríkisstjórn íslands.  Fólkið sem ætlaði að siðvæða alþingi og skapa þinginu meira traust almennings hefur svo gjörsamlega mistekist það þrátt fyrir að hafa stofnað sérstakan starfshóp til að bæta ímynd alþingis og ríkisstjórnarinar.

Nú höfum við ekki upplýsingar um hvað sá starfshópur hefur kostar þjóðarbúið en ódýr hefur hann varla verið þegar upp er staðið og árangurinn?
Engin.
Það hefði betur verið gert í upphafi að laun þeirra sem í þessum hópi sitja hefðu verið árangurstengd og að alþingismenn og almenningur hefðu átt þess kost að dæma störf þessa hóps og gefa honum einkunn og þeir hefðu fengið laun í samræmi við það því það er staðreynd sem er ekkert hægt að horfa fram hjá að hegðun ráðherra og margra þingmanna á því kjörtímabili sem nú er rúmlega hálfnað hefur gert það að verkum að traust almennings á þinginu og ríkisstjórninni er hríðfallandi og mjög fáir bera virðingu fyrir þessari stofnun eða fólkinu sem þar starfar.

En hvernig stendur á því að virðing almennings fyrir þingi og ríkisstjórn fer hríðfallandi með hverjum mánuðinum sem líður?
Jú svarið við því er einfallt þegar upp er staðið því þessi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki staðið við neitt af því sem lagt var upp með eftir síðustu kosningar og lofað var í aðdraganda þeirra.

Grímulaust dekur og þjónkun við auðvaldið, útgerðirnar og ríkasta fólkið í samfélaginu sem stöðugt kemst upp með að safna að sér auði og fjármunum án þess að taka þátt í að greiða til samfélagsins og sveitarfélagana þar sem það býr en þyggja þó alla þjónustu þeirra sér að nánast kostnaðarlausu er eitthvað sem öryrkjum, öldruðum og fólki á lágmarkslaunum þykir fjandi blóðugt svo ekki sé dýpra í árina tekið því það er nefnilega fólkið sem greiðir hlutfallslega hæstu skattana og opinberu gjöldin.

Gott dæmi um slíkt dekur birtist í pistli á Miðjunni sem Jóhann Þorvarðarson skrifar.

Linda lögfræðingur býr í Garðabæ. Hún er með eigin rekstur á sinni kennitölu. Launatekjurnar eru 927.087 krónur á mánuði og raunskatthlutfall Lindu 37,45% þegar búið er að taka tilliti til persónuafsláttar og tryggingargjalds. En Lindu finnst þetta of mikið. Og hún er líka voða sniðug eins og margir Garðbæingar telja sig vera. Hún tekur málin í sínar hendur og stofnar einkahlutafélagið Elítan ehf. Með Elítuna að vopni þá ræður hún sínum sköttum, hvað hún borgar sér í laun og hvað hún tekur til sín í formi arðs. Af arðinum borgar hún bara 22% skatt en ekki 36,94% sem er neðra skattþrep launafólks.

Í gegnum Elítuna ákveður Linda að laun hennar séu aðeins 427.087 krónur á mánuði og afganginn tekur hún út sem arð. Með þessu hefur Lindu tekist að lækka raunskatthlutfall sitt niður í 33,1%. En Linda er ekki ánægð og vill ganga lengra. Hún gerist gróf og ákveður að laun hennar eigi að vera jöfn skattleysismörkum, 152.807 krónur, og restin er fenginn arður. Nú er raunskatthlutfall Lindu komið niður í 32,08% og hún loks orðin hýr á brá. Í báðum tilvikum hefur verið tekið tillit til skattlagningar hagnaðar hjá fyrirtækinu (20%) og arðs(22%).

Pistillinn er lengri og má lesa hann allan með því að smella hérna.
Þetta er bara eitt dæmið um auðmannsdekrið því þegar fjárlög næsta árs eru skoðuð þá kemur í ljós að enn á að skera niður hjá almenningi, hækka álögur og skattbyrgði á almenning og fátækasta fólkið meðan elítan sleppur algjörlega.

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd tók saman sextán atriði sem sýna svo ekki verður um villst að fjársveltistefna sjálfstæðisflokssins í boði VG er enn í fullu gildi og ekkert hvikað frá henni en nánar má lesa það hérna.

Svo er það þessar endalausu árásir á öryrkja og aldraða, fólkið sem býr við verstu fátæktina og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, á sér engan málssvara og stjórnvöld geta níðst á eins og þeim sýnist og gera það algjörlega miskunnarlaust.

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og 2. varaformaður ASÍ skrifar.

Í hverskonar samfélagi búum við eiginlega? Í fréttum kvöldsins var fjallað um það með hvaða hætti er tekið á því þegar hópur fólks fékk leiðréttingu á greiðslum sem drógust í greiðslu. Viðkomandi hópur fékk því dráttarvexti greidda af þessari leiðréttingu. Samkvæmt einhverjum reglum er litið á þetta sem tekjur (fjármagnstekjur) og því eru þessar krónur teknar af einstaklingunum.

OK, ég hefði skilið það ef þetta væri sá hópur sem mokaði til sín fjármunum trekk í trekk. En þarna erum við að tala um fólkið sem er í hvað verstu stöðunni, öryrkjar sem þurfa að berjast í að draga fram lífið við slíkar aðstæður að oftast er nákvæmlega ekkert svigrúm í fjármálum. Húsnæðismálin eru þeim yfirleitt mjög íþyngjandi.

Nei, við skulum alls ekki reyna að bæta stöðuna, tökum frekar hverja einustu krónu af þeim! Á sama tíma má alls ekki skattleggja þá sem lifa á fjármagnstekjum einum saman með hærri fjármagnstekjuskatti, það má ekki takmarka frelsi til þess að sá hópur geri það sem þeim sýnist. Tökum af þeim verst settu og færum til hinna ríku.

Þetta er óþolandi ástand! Algjörlega óþolandi! Við í forystu ASÍ höfum verið að auka samstarf við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og hefur ekki verið vanþörf á. Við þurfum klárlega að halda áfram á þeirri vegferð til þess að ná fram breytingum, við verðum að ná breytingum á þessu með samstöðunni.

Fleiri hafa hafa kveðið sér hljóðs og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson er einn þeirra en hans færsla á samféalgsmiðlum hljóðar þannig.

Þetta sem hún Þuríður vinkona mín var að segja frá í fréttum RÚV fyrr í kvöld er eiginlega með hreinum ólíkindum og maður fer hreinlega að efast um að fólk sem framkvæmir hlutina svona sé yfirleitt með réttu ráði. Að telja dráttarvexti sem þessi hluti þjóðarinnar er að fá vegna dráttar á greiðslum frá opinberum aðila bæði sem aukatekjur, sem eru skattlagðar sérstaklega sem fjármagnstekjur og láta þær síðan skerða bætur sem fólkið er að fá í dag er eiginlega þannig að það ofbýður heilbrigðri skynsemi. Ekki síst vegna þess að þessi hópur er með tekjur sem eru langt undir öllum framfærsluviðmiðum.

Fréttin, ásamt viðtali við Þuríði Hörpu er hérna og hægt að horfa á hana.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði í kvöldfréttum að um fimm hundruð manns hefðu fengið afturvirkar húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg.

Hún segir að Öryrkjabandalagið muni fylgja þessu máli eftir og hvetur fólk til þess að sækja um niðurfellingu á kröfum Tryggingastofnunnar. Enn og aftur sé verið að skerða tekjur þess hóps fólks sem þegar hafi lægsta framfærslu, og nú vegna þess að það fékk greidda leiðréttingu. „Það er algjörlega ómögulegt.“

Það er því ekki vanþörf á því að minna lífeyrisþega á “huldunefndina” hjá TR sem fjallað var um í ágúst síðastliðnum en það er ekkert verið að flagga þeirri nefnd á heimasíðu TR þar sem fólk á helst ekkert að vita af henni en TR ber skylda að hafa nefndina eftir sem áður.

Innan Tryggingastofnunar starfar nefnd sem ekki margir vita af. Hennar er hvergi getið á heimasíðu TR og engar leiðbeiningar er þar að finna um nefndina, hlutverk hennar eða í hvaða tilvikum hægt er að leita til hennar. Innan TR gengur nefndin undir heitinu samráðsnefnd um meðferð ofgreiðslna.

Tilgangur hennar er að fjalla um niðurfellingu á kröfum TR á hendur bótaþegum. Þessarar nefndar er getið í starfsreglum Tryggingastofnunar um innheimtu, en þær er að finna á heimasíðu TR hér. Í 7. grein reglnanna segir að TR sé heimilt að falla frá kröfu sem stofnast hefur vegna endurreiknings að fullu eða hluta, ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Skal TR þá einkum líta til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna bótaþega og þess hvort hann hafi verið í góðri trú um greiðslurétt sinn. Sama gildir um dánarbú eftir því sem við á.

Sækja þarf sérstaklega um niðurfellingu á kröfum og fara slík erindi fyrir samráðsnefnd um meðferð ofgreiðslna. Hvert mál er metið út frá fyrirliggjandi gögnum.

Fyrir utan þessar starfsreglur, sem hægt er að finna með leit á vef TR, er nefndarinnar engu getið á vef stofnunarinnar. Alls óvíst er hvað margir vita af þessum rétt sínum að skjóta málum til hennar. Hægt er að kæra ákvarðanir nefndarinnar til úrskurðarnefndar velferðarmála innan 3ja mánaða frá dagsetningu ákvörðunar.

Nánar er fjallað um þetta á heimasíðu ÖBÍ og við hvetjum alla til að kynna sér þessa nefnd og sérstaklega þá sem fengu endurgreiðslukröfuna vegna dráttarvaxtana frá Reykjavíkurborg.

Það ætti öllu hugsandi fólki að vera orðið ljóst fyrir lifandis löngu að við sitjum uppi með einhverja verstu og mannfjandsamlegustu ríkisstjórn á íslandi í dag undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og við þurfum nauðsynlega að losa okkur við þessa ríkisstjórn og við þurfum að losna algjörlega við sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórninni og helst af alþingi því þetta eru ekkert annað en ótýndir glæpamenn og mafíósar sem vilja koma öllum auðlindum landisns í einkaeigu og öllum ríkisrekstri í einkarekstur þeirra vildarvina sem þóknast þeim og gera ísland að þrælanýlendu þar sem þeir geta síðan hægt og rólega í gegnum einkarekið heilbrigðis og velferðarkerfi útrýmt þeim sem eru þjóðhagslega óhagkvæmir og skila ekki tekjum í þjóðarbúið ss. öryrkjum og öldruðum.

Góðar stundir.

Skoðað: 3766

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir