Gleðilega hátíð

Skoðað: 2505

Skandall.is, eigandi, umsjónarmenn og pistlahöfundar óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með betri tíð fyrir þá sem í dag þurfa að lifa undir hungurmörkum í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar og síðast en ekki síst, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Fjármálaráðherra sem gat ekki einu sinni rekið olíufélag á fákeppnismarkaði án þess að setja það á hausinn.

Við skulum á þessum degi minnast þeirra sérstaklega sem hvergi eiga höfði sínu að halla vegna húsnæðisleysis, fíknar og sjúkdóma en verða að vera upp á náð og miskunn hjálparsamtaka komin yfir hátíðirnar og um leið og þið leyfið þessu lagi að spilast í bakgrunninum að þið lesið um þau sex atriði sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinar lét falla á alþingi þann þriðja desember síðastliðin og hugsið aðeins um þessi sex atriði yfir hátíðirnar.

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Fyrst aðventan er nú gengin í garð vil ég biðja fólk um að íhuga sex atriði.

Eitt: Á sama tíma og Rauði kross Íslands telur ástæðu til að reka sérstakan sjóð sem heitir Sárafátæktarsjóður birtist blaðafrásögn á Íslandi um að lúxusbílasala á Íslandi sé á við olíuríki.

Tvö: Á sama tíma og einn útgerðarmaður gengur út með 22.000 millj. kr. í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fella allir ríkisstjórnarflokkarnir tillögu sem kostar það sama en hefði tryggt að enginn eldri borgari yrði skilinn eftir undir lágmarkslaunum.

Þrjú: Á sama tíma hagnast annar útgerðarmaður meira á einu ári, einn og sér, en það sem öll þjóðin fær í sinn hlut í veiðileyfagjöld.

Fjögur: Á sama tíma og ein hjón selja hlut sinn í tryggingafélagi fyrir 1.600 millj. kr. lifa 70% öryrkja undir 300.000 kr.

Fimm: Á sama tíma og 1% ríkustu Íslendinganna á meiri eignir en 80% landsmanna búa 6.000 íslensk börn við fátækt.

Sex: Á sama tíma og sett er sérstök aðhaldskrafa á Landspítalann, hjúkrunarheimilin og skólana í fjárlögum ríkisstjórnarinnar setur þessi sama ríkisstjórn Vinstri grænna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins það í sérstakan forgang að lækka bankaskatt, að lækka erfðafjárskatt, að lækka veiðileyfagjöld og að lækka stimpilgjöld af þeim sem kaupa stór skip.

Herra forseti. Sjá ekki allir óréttlætið í þessu?

Það er von okkar hér á Skandall.is að árið 2020 verði okkur öllum betra en það sem er að kveðja og að þjóðin rísi í sameingingu upp gegn því óréttlæti sem hún er beitt af stjórnvöldum auðhyggju og sérhagsmuna og við munum sjá breytingar á vordögum þar sem þessi sérhagsmunaöfl auðvaldsins verða hrakin frá völdum og komið á stjórnarfari sem hefur mannúð og jöfnuð að leiðarljósi inn í nýjan áratug þessarar aldar, landsmönnum öllum til farsældar.

Gleðilega hátíð!

Skoðað: 2505

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir