Fátækir bjóða þingmönnum og ráðherrum í bíó

Skoðað: 3315

Hressir fátælingar bjóða þingmönnum í bíó.
MYND: Benjamín Julian.

Í kvöld klukkan átta verður sýnd í Bíó Paradís við hverfisgötu kvikmyndin “I, Daniel Blake” Myndin lýsir raunum fólks af baráttu þeirra við opinbera kerfið og afhjúpar eitt skelfilegasta mein samfélagsins, fátæktina. Athugið að tekin verða frá sæti fyrir ráðherra og þingmenn, en annars verða sæti í boði svo lengi sem húsrúm leyfir.

Eftir sýningu myndarinnar verður efnt til umræðna þar sem eftirtaldir taka þátt:
Mikael Torfason, rithöfundur og blaðamaður
Steindór J. Erlingsson, vísindasagnfræðingur
Guðmundur Ingi Kristinsson, situr í kjarahópi ÖBÍ
Sanna Magdalena Mörtudóttir, meistaranemi í mannfræði
Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi.

Ásta Dís Guðjónsdóttir , Guðrún Bentsdóttir og Steindór J. Erlingsson frá Pepp Ísland – Samtökum fólks í fátækt, ásamt Benjamín Júlían, afhentu þingheimi í gær boðmiða á sýninguna.

Einn þingmaður neitaði að taka við miða og strunsaði framhjá hópnum með nefið upp í loftið og leikur grunur á að þar hafi farið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson sem situr nú á þingi fyrir Áslaugu Örnu sem er í fríi.
Það hefur þó ekki fengist staðfest með óyggjandi hætti.

Fróðlegt verður að sjá hvaða þingmenn og ráherrar mæta á sýninguna og taka þátt í umræðum um efni hennar að henni lokini.
Mun listinn yfir skrópara verða birtur hér á skandall.is um eða eftir helgina ásamt fleira efni tengdu sýningunni og umræðunum sem fram fara á eftir.

Skoðað: 3315

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir