Erum að uppfæra okkur

Skoðað: 3396

quilhandÞað hefur lítið verið í gangi hérna á vefnum meðan þjóðfélagið hefur bókstaflega logað af skandaliseringum frá því síðast er hér var skrifað og of langt mál að telja allt upp hérna enda ræður einn maður lítið við að komast yfir allt það sem er í gangi í þjóðfélaginu meðan hann er upptekinn á öðrum vígstöðvum á sama tíma.

Ekki hafa neinir sjálfboðaliðar fengist til að taka að sér að skrifa um skandala hérna eða brjóta þá til mergjar sem hafa verið á vefsíðum fjölmiðlana eða innan fjölmiðlana og óskum við því enn og aftur eftir færum pennum til að skrifa hér á vefinn.

Reynt verður að fara í eitthvað af því efni sem við misstum af undanfarna mánuði í stuttu máli þar sem reynt verður að koma eingöngu með efni byggt á staðreyndum og án hlutdrægni eða persónulegs álits pistlahöfunda.
Hráar staðreyndir eru staðreyndir en ekki álit og þannig verður það að vera ef sannleikurinn á að vera uppi á borðinu.

Með kveðju frá aðstandendum síðunar.

Skoðað: 3396

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir