Bjarni vill vegatolla á almenning en lækka skatta á auðmenn samkvæmt fjárlagafrumvarpi
Skoðað: 3131
Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á fjármálaráðherra blaðra um að það sé nauðynlegt að setja á vegatolla sem að sjálfsögðu bitna hvað verst á þeim tekjulægstu í þjóðfélaginu meðan hann á sama tíma leggur til að auðmenn sem greiða sér fjármagnstekjur skuli fá bónus lækkunn á fjármagnstekjusköttum upp á 5,2 milljarða á næsta ári.
Katrín Baldusdóttir atvinnufræðingur bendir á þetta í færslu í hópnum sósíalstar íslands og birtir þar mynd af excelskjali af fjárlögunum sem þetta kemur fram.
Fimm þúsund og fimm hundruð milljónir. Já fimm þúsund og fimm hundruð milljónir. Eða 5,2 milljarðar. Það er sú upphæð sem fjármagnseigendur græða á nýja fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020. Fjárlög 2019 segja að fjármagnsstekjur skuli færa ríkissjóði 38 milljarða, en fjárlagafrumvarpið 2020 segir að fjármagnstekjur færi ríkissjóði 32,5 milljarða. Sem sagt fimm þúsund og fimm hundruð milljónum minna, eða 5,2 milljörðum. 14,5% minna.(sjá meðfylgjandi mynd). Já ríkisstjórnin gerir vel við fjármagnseigendur. Þetta er ríkisstjórn ríka fólksins.
Á sama tíma skreytir þessi ríkisstjórn sig með fjöðrum endurreistrar verkalýðshreyfingar. Fjaðrir sem heita lífskjarasamningur. En lífskjarasamningurinn virðist vera úlfur í sauðgæru miðað við þetta nýja fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020. Kjarabæturnar sem þeir lægst launuðu áttu að fá og millistéttin á lægri töxtunum, hverfa með alls konar nýjum sköttum sem settir verða á almenning, lægri persónuafslætti og veggjöldum.
Það verður venjulegt fólk sem stritar myrkranna á milli, fólk á lágum launum og meðaltekjum, sem mun borga það sem upp á vantar frá fjármagnseigendum. Eða 5,2 milljarða.
Þetta er svo ofboðslega óréttlátt. Ekki síst í ljósi þess að fjármagnseigendur borga bara 22% skatt af fjármangstekjunum sínum en þeir sem ná vart endum saman, og alltof margir alls ekki, borga hátt í 40% af sínum tekjum í skatta. Og hafa enga möguleika á að leggja fyrir svo þeir geti átt fjármuni til að borga 22% skatta.
Svona er Ísland í dag.
Á sama tíma og þetta gerist þá heldur Bjarni Benediktsson því fram að ekki verði komist hjá því að leggja á vegatolla á stofnæðum höfuðborgarinar til að eiga fyrir útgjöldum til vega og gatnamála.
Svona vinnubrögð og svona framkoma gagnvart almenningi í landinu er lítið annað en sóðaskapur siðblindra vesalinga sem eru ekkert annað en ótýndir glæpamenn.
Mafía er það kallað og mafía skal það heita hér eftir.
Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti.
Það er ekkert skrítið að þessi bófi og ræningi hafi fengið afskrifaða 130 milljarða ef fjármálavitið er ekki meira en þetta, að nýðast endalaust á þeim sem verst hafa það en færa auðvaldinu, bröskurum og glæpalýð milljarða á milljarða ofan á silfurfati.
Eitt hundrað og þrjátíu þúsund milljónir sem hann og fjölskylda hans fékk afskrifað og svona upphæðir hverfa ekkert út í bláinn heldur er það almenningur í landinu sem endar með því að borga þessar afskriftir með blóði, svita og tárum í sinni vinnu, eða öllu heldur vinnum því fólk hefur þurft að vinna í tveim til þrem vinnum til að komast af meðan Bjarni og fjölskylda lifa í vellystingum hvort heldur á íslandi, í Florida eða á einhverjum aflandseyjum þar sem þjófstolið féð er geymt.
Ísland þarf nýja ríkisstjórn og það helst strax í dag.
Glæpalýður á ekki að stýra landinu.
Okkur vantar ykkar hjálp.
styrkja vefinn. Upplýsingar þess efnis er að finna hérna.
Skoðað: 3131