Yfirlýsing Forsætisráðuneytisins er uppspuni

Skoðað: 3821

Lygi væri reyndar réttara orð um yfirlýsingu forsætisráðuneytisins um samstöðugönguna í París, því enginn fulltrúi frá Íslandi var skráður í gönguna.

Um þetta fjallar Þorfinnur Ómarsson sem búsettur er í Brussel í Harmageddon nú í morgunn, en hann gerði sér, eins og margir, ferð til Parísar síðastliðinn sunnudag til að taka þátt í samstöðugöngunni. Hann birti á Facebook-síðu sinni lista yfir öll þau þjóðlönd sem tóku þátt í atburðinum og þar er Ísland greinilega ekki á blaði.

Nánar má lesa um þetta með því að smella hérna og þar er einnig að finna myndir sem Þorfinnur deildi á facebooksíðu sinni af lista yfir þau lönd sem sendu fulltrúa.

Enn einu sinni er Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð og ráðuneyti hans orðið uppvíst ósannsögli og fara frjálslega með staðreyndir.

Skoðað: 3821

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir