Taka tvö

Skoðað: 2704

Baráttan heldur áfram!

Laugardaginn 7. desember 2019 frá klukkan 14:00 til 15:00

Við krefjumst enn að:
* Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti.

* Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. – Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu.

* Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra.

Við mótælum!

Ráni á auðlindum

Almenningur í Namibíu er rændur af íslenskri stórútgerð. Almenningur á Íslandi errændur arðinum af auðlindum sínum. Tugir milljarða eru færðir árlega í vasa stórútgerða sem ættu að renna í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins.

Óréttlæti og spillingu

Óréttlætið þrífst í skjóli úreltrar stjórnarskrár og pólitískrar spillingar. Stjórnmálaflokkar standa auðsveipir gagnvart sérhagsmunum örfárra sem náð hafa heljartaki á þjóðlífinu í skjóli lögverndaðs arðráns og ofsagróða. – Fjárhagsleg samskipti stórútgerða og stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka þarf að rannsaka og skera upp herör gegn skattaskjólum og peningaþvætti.

Aðför að lýðræði

Alþingi bað landsmenn um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Alþingi fékk umbeðnar tillögur og boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu að tillögurnar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Síðan eru liðin sjö ár! Grafið er undan lýðræði í landinu með þjónkun við sérhagsmuni og ógnandi vanvirðingu gagnvart lýðræðislegum vilja kjósenda og endurteknum tilræðum við nýju stjórnarskrána.

Dagskrá:

* Drífa Snædal, forseti ASÍ
* Bragi Páll, rithöfundur
* Þorgerður María Þorbjarnardóttir, frá Ungum Umhverfissinnum
* Krakkaveldi
* Hemúllinn

Fundarstjóri:

Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins

Aðstandendur:

Stjórnarskrárfélagið,
Efling stéttarfélag,
Öryrkjabandalag Íslands,
VR stéttafélag,
Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá,
Gagnsæi, samtök gegn spillingu,
Ung vinstri græn,
Ungir píratar,
Ungir jafnaðarmenn,
Ungir sósíalistar
og hópur almennra borgara og félagasamtaka

Skoðað: 2704

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir