Sósíalistaflokkur íslands býður fram til alþingis í næstu kosningum

Skoðað: 1548

Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands, sem fram fór í dag, samþykkir að fela kjörstjórn flokksins að skipa kosningastjórn hið fyrsta til að undirbúa framboð flokksins til næstu Alþingiskosninga.

Framboð Sósíalistaflokksins er nauðsynlegt til að koma hagsmuna- og réttlætisbaráttu verkalýðsins og annarra fátækra og kúgaðra hópa á dagskrá landsmálanna. Framboð Sósíalistaflokksins skal verða borið fram af hinum kúguðu, stefna flokksins skal vera kröfugerð hinna kúguðu og kosningabarátta flokksins skal miða að því að virkja hin kúguðu til þátttöku, upprisu og aðgerða.

Stjórnmálin hafa brugðist almenningi og alþýðunni. Alþýðan sjálf þarf að rísa upp og taka völdin af hinum fáu. Við erum fjöldinn og okkar er valdið. Við munum byggja upp samfélag út frá okkar hagsmunum, okkar væntingum og okkar siðferði. Við sættum okkur ekki við að búa innan samfélags sem byggt var upp til að vernda völd og auð fárra.

Segir í frétt á vefsíðu Sósíalistaflokks íslands.

Sjálfsagt stynja margir í uppgjöf með orðunum; “Æi nei!  Ekki enn einn vinstri flokkurinn.”
Þeim til huggunar sem þannig hugsa eða tala má benda þeim sömu á þá staðreynd að inni á alþingi í dag og nánast óslitið síðustu tvo til þrjá áratugi hefur alþýða fólks ekki átt einn einasta fulltrúa á alþingi og almenningur í landinu, launaþrællinn á gólfinu, sá sem skapar verðmætin fyrir þjóðarbúið, ekki átt nokkurn stuðning þeirra stjórnmálaflokka sem sitja á alþingi eða í ríkisstjórn frá því á tíunda áratug síðustu aldar.

Alþingi skipa og hafa skipað þenna tíma allskonar “fræðingar”, menntaðir úr öllum áttum með dipplómur í bunkum fyrir lærdóm sinn á bókina og fáir ef þá nokkrir af þeim hafa nokkurn tíma unnið sem almennir launaþrælar nema þá kanski að gamni sínu til að geta sagst hafa gert það þó sú reynsla þeirra telji í mesta lagi frá nokkrum dögum til örfárra mánaða.  Sú reynsla hefur verið þeim það vond að þeir mundu aldrei vilja fara til baka og þaðan af síður þurfa að lifa af þeim launum sem hinn almenni launaþræll þarf að sætta sig við.

Það þarf að losna við alla þessa “fræðinga” af þingi og fá fólk sem hefur vit og skilning á því hvernig þjóðfélag virkar og hverjir það eru sem raunverulega skapa verðmætin í landinu.

Almenningur þarf sína raunverulegu fulltrúa á þing þar sem Jón bóndi eða Siggi smiður, Gummi sjómaður, Sandra skúringarkona, Linda trukkabílstjóri og Olli öryrki ráða málum svo fáein dæmi séu nefnd.  Þetta er nefnilega fólkið sem mundi frekar vinna fyrir alþýðuna í landinu heldur en Kiddi samherjabestivinur, BjarN1 Vafningsflétta og Icehot1.  Geldingarmeistrinn úr Flóanum eða pínku litla, dvergvaxna fyrirbærið sem nú situr og dinglar fótunum í forsætisráðherrastólnum og brosir aftur fyrir eyru af gleðinni einni saman yfir því að hafa komist þangað.

Einu sinni var alþingi skipað almenningi og á þeim tíma urðu mestu framfarir í landinu og þjóðin hafði það bara fjandi gott.
Síðan komust auðmenn og urrandi rakkar þeirra í embættin og síðan hefur allt verið á fallandi fæti.

Nú þarf að snúa þessu við aftur og færa almenningi völdin í landinu.

Skoðað: 1548

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir