Siðferði þingmanna ríkisstjórnarflokkana komið niður fyrir frostmark

Skoðað: 738

Skjaldborgin um dómsmálaráðherra.
Samsett mynd: Björn Birgisson.

Fólk hlýtur að velta því fyrir sér, í ljósi þess að vantrauststillaga á dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, var felld á Alþingi síðastliðin fimmtudag, á hvaða sig siðferði þingmanna stjórnarflokkana í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er komið þegar öllum er ljóst að dómsmálaráðherra braut braut gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem þingið óskaði eftir á grundvelli 51. greinar þingskapalaga. Með þessu athæfi sínu braut ráðherrann gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi, hann braut gegn upplýsingarétti Alþingis Íslendinga.

Tekið úr ræðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.
Þegar síðan þingmenn stjórnarflokkana koma í pontu Alþingis með útúrsnúninga í allar áttir, eins og td. “hvað veiting ríkisborgararéttar sé umdeilt fyrirbæri.”
“Upphlaup og jú að við séum öll bara að misskilja þetta mál.”
“Þau munu segja að það standi hvergi berum orðum í lögfræðiáliti skrifstofu Alþingis að Jón Gunnarsson hafi brotið lög.”
“Þau munu benda í allar áttir aðrar en á augljóst lögbrot ráðherra sem hann hefur játað, ekki einu sinni heldur tvisvar að hafa framið vegna þess að honum líkar ekki lögin sem hann braut. Þau munu reyna að láta þessa umræðu snúast um flóttafólk, útlendinga og ríkisborgararétt.”

Og nákvæmlega þannig var umræðan hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkana og ráðherrum. Það var endalaust verið að afvegleiða umræðuna og svo langt gekk það að sumir þingmenn og ráðherrar tóku þá meðvituðu ákvörðun að hreinlega ljúga úr ræðustól alþingis og hér að neðan eru nokkur dæmi þess.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sagði meðal annars:
Miðað við upplegg stjórnarandstöðunnar, um að tilefni tillögunnar sem við ræðum hér um vantraust sé að hæstv. dómsmálaráðherra hafi þverbrotið lög með vísan í umrætt minnisblað, er langt seilst. Stórkarlalegar yfirlýsingar bera þess ekki merki að hv. þingmenn, sem farið hafa mikinn, sýni viðeigandi yfirvegun og hafa uppi málefnalega nálgun á lögfræðilegt viðfangsefni. Fyrir utan þá staðreynd að gögnin hafa verið afhent, þ.e. umræddar umsagnir, og þingið hefur afgreitt ríkisborgararétt með lögum síðan ágreiningurinn hófst í góðri samvinnu okkar hér á þinginu. Hér er einfaldlega uppi réttmætur ágreiningur um túlkun 51. gr. þingskapalaga.

Þarna gerir Þórdís nákmælega það sem Þórhildur Sunna spáði fyrir um.  Fer beint í útúrsnúninga með minnisblaðið.  Minnisblað sem kemur málinu ekki á nokkurn hátt við og reynir svo að leiða umræðuna inn á aðrar brautir eins og lesa má í meðfylgjandi texta.

Þá var komið að Sigurði Inga Jóhannssyni Innviðaráðherra.

Hér er stjórnarandstaðan einu sinni enn að freista þess að búa til átök um útlendingamál á Íslandi, að þessu sinni með því að krefjast þess að hæstv. dómsmálaráðherra fari frá og kljúfa þannig ríkisstjórnina sem stendur frammi fyrir, ásamt Alþingi öllu og okkur öllum, gríðarlega mikilvægu verkefni; því að verja lífskjör þjóðarinnar við erfiðar efnahagslegar aðstæður.

Í raun segir Sigurður ekkert frekar en venjulega.  Það er bara þetta venjulega skítkast út í þá sem benda á lögbrot ráðherra og reynir svo að réttlæta setu ríkisstjórnarinar með því að halda því fram að ríkisstjórnin sé að verja lífskjör þjóðarinar á erfiðum tímum, sem er í sjálfu sér bráðfyndið því þessi ríkisstjórn hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir almenning í landinu, hvork í gegnum Covid tíman né heldur núna þegar verðbólga er í kringum 10 prósent og lán heimilina hafa hækkað um tugi og hundruð þúsunda á mánuði þegar kemur að greiðslubyrgði.
Það er alltaf gott að hreykja sér af engu eins og Sigurðar er von og vísa.

Þessi grein yrði allt of löng til að setja inn allar ræðurnar sem fluttar voru í þessari umræðu en hér að neðan má horfa á alla umræðuna og atkvæðagreiðsluna þar fyrir neðan og hvetjum við fólk til að hlusta með bæði eyrun opin og með heilbrigða skynsemi að vopni því siðleysi sumra þingmanna og ráðherra er á svo lágu plani að það er komið niður fyrir frostmark og þetta fólk í stjórnarflokkunum rúið öllu trausti.

Atkvæðagreiðslan:

Skoðað: 738

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir