Ísland að verða að Sýrlandi norðursins vegna aðgerða stjórnvalda áratugi aftur í tíman

Skoðað: 3901

Svona er komið fram við þá sem þurfa á lyfjum að halda.
Svona er komið fram við þá sem þurfa á lyfjum að halda.

Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar eftirfarndi færslu á facebook þar sem hann veltir fyrir sér landflótta íslendinga á öllum aldri en þó sér í lagi hvers vegna ungt fólk flýr landið í meira mæli en áður hefur þekkst.
Samanburðurinn er kanski ekki alveg sanngjarn fljótt á litið en þegar upp er staðið hlýtur fólk að spyrja hvað liggi að baki því að fólk á öllum aldri sér enga framtíð í að búa á íslandi.
Ef við skoðum bara hvernig málum er háttað í nágranalöndum okkar, þá koma ýmsar skýringar fljótlega í ljós eins og launakjör, heilbrigðis og menntamál en síðast en ekki síst sú staðreynd að þar er ekki það gengdarlausa vaxtaokur og verðtrygging á lánum sem er hér á landi og eins og Jack kallar það, hrein og klár mafíustarfsemi lánastofnana í landinu.

Er ísland að verða að sýrlandi norðursins þar sem unga fólkið sér enga framtíð vegna hryðjuverka stjórnvalda í efnahagsmálum, húsnæðismálum, heilbrigðis og velferðarmálum, menntamálum og málefnum sem snúa að öldruðum og öryrkjum?
Ég veit ekki með ykkur, en ég heyri á hverjum degi frá fólki sem þráir ekkert heitar en að komast burt frá íslandi og til landa þar sem hægt er að komast af á þeim tekjum sem ríkið skammtar lífeyrisþegum í landinu því hér er kemst enginn af á þeim.
Ég heyri líka frá fólki sem þarf að vinna minnst 15 tíma á dag og flestar helgar til að ná endum saman vegna lágra launa.
Ég heyri líka frá unga fólkinu sem sér enga framtíð á íslandi því það kemur aldrei til með að geta eignast þak yfir höfuðið þrátt fyrir að leggja í langtíma háskólanám því bæði verða launin skítléleg eftir námið og eins þarf að greiða niður námslánin og það sér ekki fyrir sér að það gerist nema á fjörtíu árum eða rétt fyrir þann tíma sem það fer á ellilífeyri.
Vextir á lánum á íslandi eru svo há miðað við önnur lönd að það jaðrar við að vera okurvextir en þegar verðtryggingin er komin ofan á allt heila klabbið er þetta orðin mafíustarfsemi af verstu sort og það dettur engum heilvita manni að taka slík lán lengur nema tekjurnar séu hátt í tvær milljónir á mánuði.
Það þarf síðan ekkert að ræða matarverðið hér á landi því það er í flestum tilfellum tvisvar til þrisvar sinnum hærra en í löndum everópusambandsins.
Þeir sem halda að ísland sé best í heimi eru ekki einu sinni svaraverðir því heimskur er heimalin hundur, gjammandi á sinni hlandblautu þúfu.

Jack hefur skrifað fjölda færsla um framkomu stjórnvalda bæði hér á þessum vef, á bloggsíðu sinni og eins marga pistla á vef Kvennablaðsins sem hafa fengið mikla athygli í gegnum tíðina og fólk verður að fara að opna augun og sjá að ástandið hér í þessu litla og fámenna landi er engan veginn eðlilegt þegar horft er til annara landa.

Gengdarlaus spilling þrífst í stjórnkerfinu og þar hyglir hver öðrum til að geta kreist sem mest út úr kerfinu fyrir sjálfa sig og nánustu ættingja en fremstur fer þar í flokki hinn gjörspillti fjármálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson sem hefur fært Engeyjarhættinni, föðurbróður sínum og hans nánustu, hundruði milljarða á silfurfati.  Sjálfur nýtur svo Bjarni góðs af því þegar upp er staðið.

Það mætti halda að íslendingar væru slegnir blindri heimsku hundsins á þúfunni því þeir neita að horfa á staðreyndir en í stað þess mæra þeir þjófana og svikarana og kjósa þá yfir þjóðina aftur og aftur og eru svo alveg steingapandi hissa á því að ástandið lagist ekkert og þar fara bændur fremstir í flokki, mærandi framsóknarmafíuna og kjósa hana yfir sig aftur og aftur þó hún steli af þeim áratugum saman lífsviðurværinu.

Það er því ekki að undra að unga fólkið sjái sér enga framtíð hérna og aldraðir og öryrkjar þrái ekkert heitar en komast burt héðan til að geta lifað af á þeim smánarbótum sem eru langt undir þeim mörkum sem meira að segja ráðuneyti velferðar miðar við sem fátæktarmörk.

Einir G. Kristjánsson segir meðal annars:

Eg vil benda vinum mínum og vandamönnum á ,að lifeyrirsréttur er reiknaður út frá tekjum síðustu 3 til 4 ára mismunandi eftir sjóðum að mér skylst.
Þeir hafa leyfi til að fara 8 ár aftur í tíman að mér er sagt.
Þá er auðvelt fyrir ykkur að reikna út raunverulegan lifeyrir frá sjóðunum
= laun síðustu 4 ára deila í því með 4 og síðan skifta í 50% þá ætti að vera kominn sú greiðsla sem þið eigið rétt á. En þetta er ekki öll sagan.
Því nú þarf að borga skatt, þegar búið er að borga skattinn þá kemur út x upphæð ,sem ætti að vera í vasan en því miður er það ekki þannig.
Nú skaltu taka 1.300.000 krónur frá þessari upphæð og það sem eftir situr fer í skerðingar krónu á móti krónu af lífeyrir frá Tryggingarstofnun ,sem er grunnlifeyrir allra landsmanna, en að vísu er þar smá grunnlifeyrir sem er um 40.000 krónur, sem ekki skerðist nema sem nemur staðgreiðslu.
Nú hvet ég ykkur kæru vinir, að reikna þetta út ykkar vegna svo að þið sjáið þá stöðu sem þið lendið í.
‘Eg vil vara ykkur við í tíma, þar sem þið gætuð þurft að losa ykkur við eignir ,skuldir og kanski meira, bara til að geta framfleitt ykkur!
Seigjum það að þú sért með um 800.000 á mánuði þá er lifeyririnn sirka 400.000 á mánuði síðan koma skattar. svo koma skerðingarnar krónu á móti krónu eftir 1.300.000
Þá er dæmið svona miðað við reiknivel Tryggingarstofnunar
Tekjur samtals: 4.839.862
Frádregin staðgreiðsla – 2.116.295
Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt: 2.723.567 þá er þetta útkoman.
sem gerir 226.964 Kr. eftir skatt.
Hér er dæmið svo skýrt hvernig er komið fram við lifeyrisþega elli og örorku
sem hafa verið á vinnumarkaði.
Sami maður sem hefur aldrei unnið og ekki heldur með neinar uppbætur.
er með Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt: 155.227 Kr án nokkra skerðinga. og árstekjur þá 1.913.924 frá Tryggingarstofnun.
Þetta er eitt dæmu um framkomu stjórnvalda við þetta fólk.
Dæmi nú hver fyrir sig.

Þingfararkaup alþingismanna er frá 1. mars 2015 í Kr. 712.030,- en lögbundin, afturvirk hækkunn bóta til lífeyrisþega var svikin af öllum þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkana þó þeir sjálfir hafi fengið tugi og hundruð þúsunda króna hækkunn.
Siðblindan sem einkennir þetta fólk er búin að eyðileggja ísland og íslenskt þjóðfélag.

Því má alveg segja að ísland sé í raun orðin að Sýrlandi norðursins hvort heldur fólki líkar það betur eða verr.

Er ísland að verða að sýrlandi norðursins þar sem unga fólkið sér enga framtíð vegna hryðjuverka stjórnvalda í efnahagsm…

Posted by Jack Hrafnkell Danielsson on 14. febrúar 2016

Skoðað: 3901

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir