Ungur, þýskur karlmaður keyptur til íslands sem kynlífsleikfang fyrir “vel tengda” íslenska karlmenn

Skoðað: 4911

Það er stutt í óhugnalegar frásagnir úr undirheimum vændis og mansals á íslandi ef vel er að gáð og sennilega eru sögurnar miklu fleiri en fólk gerir sér grein fyrir því það sem gerist “underground” er alla jafna ekki í umræðunni.  Um það fjallar Sævar Þór Jónsson, lögmaður í Reykjavík í bloggfærslu sem hann birtir í dag.

Þar segir meðal annars:

Drengurinn hafi gert samkomulag við umrædda karlmenn um að hann myndi gista hjá karlmannspari en færi til hinna karlmannanna á ákveðnum dögum. Tjáði hann mér að þeir hefðu tekið af honum vegabréfið og fjármuni ásamt því að banna honum að hafa samband við nokkurn mann hér á landi nema umrætt karlmannspar sem hýstu hann. Vildi hann athuga hvort ég gæti aðstoðað hann í því að komast aftur af landi brott og um leið fá vegabréfið sitt til baka. Hann tjáði mér að hann hafi þurft að framkvæma athafnir fyrir umrædda menn sem væru svo viðurstyggilegar að hann gat ekki tjáð sig um það án þess að gráta. Ég tjáði honum umsvifalaust að setja sig í samband við lögregluna og tilkynna málið og að ég myndi gera það fyrir hann. Hann frábað mig um að gera það enda taldi hann að það myndi hafa afleiðingar heima fyrir. Ég tjáði honum að ég gæti ekki hjálpað honum nema að lögreglan væri látin vita. Hann bað mig um að gera það samt ekki. Ég ítrekað við hann afstöðu mína en ég sagði honum að hafa samband við mig aftur og leyfa mér að fylgjast með framvindu málsins. Ég gerði honum líka grein fyrir því að ég myndi þrátt fyrir fyrri afstöðu mína reyna að hjálpa honum að komast burt og finna fyrir hann ferðaskjöl með aðstoð fagaðila. Um þetta leyti sleit hann samtalinu og ekkert heyrðist í honum fyrr en viku síðar. Þá hringdi hann og tjáði hann mér að hann væri komin aftur heim til Þýskalands og væri kominn á götuna þar sem fósturforeldrar hans hefði gefist upp á honum vegna þess að hann hafði farið í þessum erindagjörðum til Íslands. Hann tjáði mér að farið hafi verið illa með hann á Íslandi, mennirnir sem borguðu honum að koma hingað hafi verið hræddir um að málið myndi komast upp og hafi hótað honum öllu illu. Tjáði hann mér að umræddir menn virtust vera vel tengdir á Íslandi og það væri honum fyrir bestu að þaga því þeir hefði líka tengsl í Þýskalandi. Í þetta skipti náði ég að ræða meira við viðkomandi og komast að ýmsu í fortíð hans og stöðu sem er þyngri en tárum taki að fjalla um.

Það er fyrir öllu að finna út hvaða einstaklingar þetta eru sem þarna er um að ræða og ákæra þá og láta þá taka út sína refsingu enda er þetta með því viðbjóðslegasta sem hægt er að hugsa sér þegar þjóðþekktir og vel tengdir einstaklingar kaupa sér ungmenni til að misnota kynferðislega.

Sævar má eiga þakkir fyrir að hafa birt þetta, en nú verður þetta að ganga alla leið, finna út hvaða menn þetta eru og gera það opinbert.
Blogg Sævars má lesa í heild sinni hérna.

Skoðað: 4911

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir