Ríkisstjórnin er í raun fallin

Skoðað: 3780

SDG segir að konan sín sé ekki hrægammur.
SDG segir að konan sín sé ekki hrægammur.

Í ljósi þess sem hefur verið að gerast í stjórnarsamstarfi ríkisstjórnarflokkana og þá sérstaklega í málum sem snúa að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og hans ektafrú varðandi eignir þeirra á Bresku Jómfrúreyjum og öll þeirra ummæli og útskýringar aðstoðarmanna ráðherra, ætti öllum að vera ljóst að stjórnarsamstarfið er sprungið í tætlur enda ríkir ekkert traust lengur milli forsætisráðherra íslands, þingmanna framsóknarflokksins né heldur samstarfsflokksins í ríkisstjórn þar sem SDG hélt upplýsingum um eignir hans og eiginkonunar leyndum fyrir þingi og þjóð frá því eignirnar voru fluttar úr landi árið 2008, rétt fyrir efnahagshrunið.

Ekki nóg með það, heldur hefur komið í ljós að Sigmundur Davíð hefur setið beggja vegna borðs í samningum við kröfuhafa föllnu bankana, þvi eignarfélag eiginkonu hans er með kröfu í þrotabú bankana upp á hálfann milljarð króna en það útskýrir SDG á þann hátt að eiginkona hans hafi “lánað” bönkunum þessa fjármuni fyrir hrun og sé því að endurheimta þá til baka, en ekki á kostnað almennings.
Þá spyr maður, hvernig getur það ekki verið á kostnað almennings þegar félag í eigu eiginkonu forsætisráðherra gerir kröfu upp á jafn háa upphæð og raun ber vitni í þrotabú föllnu bankana því það er jú, þegar upp er staðið, almenningur sem borgar þetta með okurvöxtum og ólöglegri verðtrygginu á lánum plús þjónustugjöldum banka og kortafyrirtækja sem erlendir bankar líta á hreina og klára rányrkju og viðskiptavinum þeirra?

Fyrir kosningarnar 2013 ákvað SDG að þegja um þessar eignir eiginkonu sinar á Tortóla í stað þess að vera heiðarlegur og koma hreint fram við kjósendur þessa lands.
Hann hefur kosið að þegja um þetta í þrjú ár, nærri fjögur og svo er hann hissa þegar fólk, almenningur, þingmenn í hans eigin flokki og samstarfsflokkurinn séu allt annað en sáttir við þessa framkomu.

Ef þetta hefði gerst í einhverju öðru siðmenntuðu samfélagi, þá væri Sigmundur Davíð búinn að segja af sér sem forsætisráðherra, en af því þetta er ísland þá gengur valdagræðgin, spillingin og siðblindan ofar öllu því heitir heiðarleiki og hreinskilni.
Íslenskir stjórnmálamenn eru með þeim siðblindustu í heimi, gjörspilltir og það er valdagræðgin sem rekur þá áfram en ekki sú hugsjón að gera vel fyrir fólkið í landinu.  Meginmarkmið þeirra er að svíkja, ljúga og stela öllu sem þeir geta komist yfir fyrir vini sína og fjölskydur enda er það auðmannaklíkan og útgerðarmafían sem á þingmenn og ráðherra stjórnarflokkana með húð og hári og vinna þeir því fyrir eigendur sína en ekki almenning í landinu.

Það er alveg nákvæmlega sama hvað Sigmundur Davíð lemur hausnum við steininn, hann er rúinn öllu trausti þjóðarinar, þings og Sjálfstæðisflokksins, sem og þingmönnum eigin flokks.  Það eru í dag aðeins verulega illa gefnir einstaklingar sem reyna að verja hann, einstaklingar sem skríða fyrir valdinu, valdafólki, jafnvel þó svo þetta fólk viti vel að það er verið að hafa það að fíflum.  Þá brosir það samt og heldur áfram að mæra glæpamennina.

Íslenska þjóðin þarf að vakna og sjá hvert stefnir áður en það verður of seint.  Þessari gjörspilltu ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben verður að koma frá völdum hið snarasta áður en þeim tekst að koma auðlindum þjóðarinar undir einkavini sína, auðvaldsfjölskyldurnar og útgerðarmafíuna.

Forseti Íslands hefur það vald að afturkalla umboð sitt, hvetjum hann til þess og skrifum undir áskorun þess efnis.

Skoðað: 3780

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir