Hræsni hæstvirts heilbrigðisráðherra gerð opinber af honum sjálfum

Skoðað: 2715

Talar í austur og vestur en vinnur í norður og niður.

Hvað er það sem fær fólk til að opinbera hræsni sína opinberlega og gera sig í raun að fíflum í augum þjóðarinar?
Það er nema von að fólk spyrji sig slíkra spurninga eftir fárið sem var hér í síðustu viku þegar Hugarafl var úthlutað smánarupphæð úr ríkissjóði af hendi hæstvirts heilbrigðisráðherra, Óttars Proppé því í dag, á alþjóðlegum heilbrigðisdegi gegn þunglyndi, þá skrifar Óttarr grein á vísi.is þar sem hann segist vilja sporna gegn þunglyndi og opna umræður um það og styðja við bakið á þeim sem þjást af þunglyndi.

Gunnar Hrafn Jónsson fór ekki fögrum orðum um þá stjórnmálamenn og hæstvirtann heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á alþingi þegar þessi mál voru rædd og hann var með þegar mótmælt var vegna þessa brjálæðislega niðurskurðar enda hafa þessi samtök alltaf verið á nippinu með að komast af á lágum framlögum þó þau hafi sparað ríkinu milljarða í heilbrigðiskostnað og bjargað fjölda mannslífa.

Eins og fram kemur í sáttmála ríkisstjórnarinnar og í nýrri fjármálaáætlun hennar er áhersla lögð á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslunni og með aðgerðum til að stytta bið eftir þjónustu göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Við búum að því að eiga þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi á liðnu ári. Þar eru sett skýr markmið og áætlanir sem fylgja þarf fast eftir. Aukin vellíðan, betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka þeirra sem glíma við geðraskanir til skemmri eða lengri tíma, óháð búsetu er meginmarkmið þingsályktunarinnar. Að baki slíkri stefnu eigum við öll að geta staðið heilshugar.

Svona skirf væru góð ef ekki væri fyrir síðustu aðgerðir Óttars gegn þunglyndissjúklingum og þeim samtökum sem um árabil hafa staðið í þeirri baráttu að hjálpa því fólki sem þjáist af þunglyndi með því að fjársvelta þau samtök.  Því eru svona skrif hræsni af verstu sort og gera ekkert annað en skola mannorði viðkomandi ráðherra beint ofan í holræsakerfið og þaðan út á hafsauga.

Óttarr er á góðri leið með að rústa öllum trúverðugleika kjósenda á Bjartri framtíð enda hefur ekki verið staðið við neitt sem flokkurinn og frambjóðendur hans lofuðu fyrir kosningar.

Skoðað: 2715

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir