Er gamla fólkið svona vitlaust eða vill það láta fara með sig eins og niðursetninga?

Skoðað: 2953

Nýjasta könnunin sýnir að Píratar eru stæðstir flokka í dag.
Nýjasta könnunin sýnir að Píratar eru stæðstir flokka í dag.

Það er von að spurt sé í ljósi nýútkominar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskólans sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 14. til 19. október síðastliðna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,1% fylgi.  Flokkurinn sem hefur rýrt kjör aldraðra meira en nokkur flokkur hefur gert áður, logið og falsað upplýsingar um kjör lífeyrisþega á sama tíma og efnahagurinn og stöðugleikinn í þjóðarbúskapnum hefur verið með allra besta móti í mörg ár.

Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að 25% 60 ára og eldri ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum en meðal karla eingöngu á kosningaaldri ætla 24% þeirra að kjósa Sjálfstæðisflokkinn meðan 39% kjósenda frá 18 til 29 ára kjósa pírata.

En hvað er það sem veldur því að aldraðir sem komast varla af vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnarflokka ætla að kjósa yfir sig stöðnun og sérhygli í staðin fyrir framför og frelsi?  Það fólk sem komið er yfir sextugt ætti að hafa til að bera þá skynsemi og lífsreynslu til að sjá og skynja að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki bæta kjör þessara hópa í framtíðinni fái þeir að ráða og því er með öllu óskiljanlegt að þeir ætli að kjósa spilinguna og sérhagsmunina yfir okkur eina ferðina enn.

Er þetta einhver sjálfseyðingarhvöt, sjálfspíningarhvöt eða hrein og klár heimska sem ræður för hjá þessu fólki?
Fylgdist þetta fólk ekki með fyrir síðustu jól þegar ráðherrar og þingmenn fengu hundruði þúsunda í afturvirkar launahækkanir en á sama tíma og þeir tróðu veskin sín út, neituðu þeir að hækka laun aldraðra og öryrkja um nokkra þúsundkalla eins og lög kveða á um þannig að flestir í þessum þjóðfélagshópum gátu ekki haldið jól?

Upplýsingar eru lykillinn að ákvörðunum.
Upplýsingar eru lykillinn að ákvörðunum.

Það er alveg ljóst að það verður með einhverju móti að koma unga fólkinu á kjörstað því það ber í raun mestu ábyrgðina á því að sérhyggju og spillingarflokkarnir nái ekki kjöri í komandi kosningum.  Það þarf því að hvetja unga fólkið með öllum ráðum til að fara og kjósa og benda því á að það ber ábyrgðina á sinni eigin framtíð og þau geta engum um kennt nema sjálfum sér ef þau kjósa ekki og fá yfir sig sömu spilinguna og sérhagsmunina á næsta kjörtímabili vegna eigin ábyrgðarleysis.

FEB og Grái herinn ættu að vera duglegri að útskýra fyrir sínum félögum hvað þau eru að gera sjálfum sér og unga fólkinu í landinu með því ábyrðgarleysi að kjósa núverandi stjórnarflokka og í raun skamma þau fyrir að vilja börnum sínum og barnabörnum svo illt að hlekkja þau í þrældóm auðvaldsins alla sína ævi með sinni ábyrgðarlausu hegðun.

Fái núverandi stjórnarflokkar að ráða ferðinni eftir næstu kosningar þá verður aldrei hægt að uppræta spillinguna í stjórnkerfinu og koma hér á réttlátu þjóðfélagi því þegar upp er staðið, þá eru það kjósendur sjálfir sem bera ábyrgð á því hvort hér verði stöðnun og spiling eða hvort hér verði tekið á henni og arðinum auðlindum þjóðarinar komið í hendur réttmætra eigenda en ekki í hendur fárra útvalina.

Þú kjósandi góður berð ábyrgð.
Sýndu hana í verki.

Skoðað: 2953

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir