Aðeins mannleysur ráðast á sjúklinga og aldraða með lygum og dylgjum

Skoðað: 14753

Sannleikurinn um sjálfstæðismafíuna.
Sannleikurinn um sjálfstæðismafíuna.

Það hefur alla tíð verið meitlað í stein að sá sem ræðst á sjúka og aldraða með lygum og dylgjum er einhver sú mesta mannleysa sem hægt er að hugsa sér og ekki bætir það mannorð viðkomandi ef hann er háttsettur embættismaður eða situr við stjórnvölinn í landinu þar sem hann lýsir þjóðfélagshópum sem afætum, frekjum eða eitthvað þaðan af verra.

Hvað getur fólk sagt um þann mann sem situr og stýrir ráðuneyti fjármála á íslandi, Bjarna Benediktsson, þegar hann ítrekað kemur fram opinberlega og segir ósatt um kjör aldraðra og öryrkja?
Hvað er hægt segja um þann sama mann þegar hann kemur fram á fundi með eldri borgurum og öryrkjum og slengir því framan í þá að þeir ali börnin sínu upp til að verða aumingjar svo þeir sjálfir hafi fjárhagslegan ávinning af því?

Í frétt á mbl.is er farið yfir það sem Bjarni sagði á fundi með eldri sjálstæðismönnum og sem dæmi sagði hann þetta:

Nefndi ráðherr­ann ein­stak­linga sem fest­ust í grasreyk­ing­um og tölvu­leikj­um og svæfu fram á há­degi. Í sum­um til­fell­um hefðu for­eldr­ar fjár­hags­lega hags­muni af því að börn sem byggju hjá þeim næðu ekki bata. Göt væru í kerf­inu sem menn yrðu að viður­kenna að væru til staðar. Það væri hvorki til góðs fyr­ir þá sem lenda í þess­ari stöðu né þá sem standa und­ir því að loka aug­un­um og horfa í hina átt­ina.

Er það raunhæft að treysta Bjarna Ben fyrir stjórnun ráðuneytis eða yfir höfuð treysta honum til að sitja í ríkisstjórn eða á alþingi þegar hann sýnir slíka mannfyrirlitningu á hópi fólks án þess að geta komið með nokkur einustu rök máli sínu til stuðnings?

Það er alltaf sagt að siðblindingjar séu ófyrirsjáanlegir og algjörlega ómögulegt að lesa í hug þeirra og því miður er þessi hegðun Bjarna Benediktssonar staðfesting á þeim orðum.

Maðurinn er, því miður, gjörsamlega siðblindur.

Skoðað: 14753

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir