Huldufólkssögur úr nútímanum

Skoðað: 1900

Öryrkjar eiga sér líka líf og drauma.

„Halló, heyrir einhver í mér?“
Hrópin bergmála á þröngum upplýstum stuttum kuldalegum gangi.
Í öðru enda hans eru hátalara sem enginn hefur sótt en við hinn situr ung stúlka í léttum hjólastól og keyrir hann utan í hurðina í von um að einhver hinum megin heyri bank.

Hún kallar aftur:
„Halló, ég er lokuð hérna inni, getið þið hjálpað mér.“
Orðin kastast af veggjunum og deyja út.

Bílstjórinn hjá ferliþjónustunni hafði ýtt ungu konunni inn fyrir dyrnar og farið, ekki áttað sig á að hún hafði ekki afl til að opnað dyrnar út úr ganginum.
Og ekki heldur þær sem hún kom inn um.
Henni er mál að pissa.
Hún vill ekki vera þarna.
Hún vill ekki vera í hjólastól.
Hún vildi að hún gæti opnað hurðina, en hún getur það ekki, hendurnar eru aflvana.
Hún gæti ekki opnað dyrnar þótt líf hennar lægi við.

Hún er bjargarlaus lokuð inn á þjónustugangi í Eirbergi, kennslustofum Háskóla Íslands við Landspítalann.
Hún er orðin of sein tíma.
Hún kemst ekki á stólnum sínum sömu leið og aðrir nemendur, þarf að fara inn um þjónustuinnganginn sem ætlaður er fyrir vörur, það sem kallað er aðföng.

Nokkuð lýsandi fyrir stöðu okkar sem erum fötluð, hugsar konan, fordyrnar eru fyrir þau ófötluðu, okkur hinum er vísað á bakdyrnar.
En nú eru þær læstar.

Sögu þessarar ungu konu má lesa hér að neðan.


Skoðað: 1900

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir