Þjóðin kjósi útvarpsstjóra

Skoðað: 2051

Spilling og pólitískir bittlingar er eitthvað sem þjóðin er búin að fá upp í kok af og hafnar algjörlega á tímum frjáls upplýsingaflæðis.  Samt er það svo núna í lok ársins 2019 að Mennta og Menningarmálaráðherra Alþingis ætlar sér að skipa upp á sitt einsdæmi nýjan útvarpsstjóra og það er talað um að þegar sé búið að ákveða hver hlýtur starfið en enginn veit þó hverjir hafa sótt um því umsóknum um starfið er haldið leyndum af Útvarpsráði Ríkisútvarpsins OHF, fjölmiðils í eigu allra landsmanna.

Svona vinnubrögð eru gjörsamlega óþolandi og úr öllu samhengi við kröfur samfélagsins í dag.  Þessi vinnubrögð, bæði ráðherra og útvarpsráðs eru bæði gamaldags og lýsa best vinnubrögðum einræðisherra, frekjuhunda og gjörspilltrar yfirstéttar sem þykist eiga og ráða öllu í stjórnsýslunni, fólks sem er svo barnalegt og illa að sér að það heldur að fólk sjái ekki í gegnum svona spillt og fölsk vinnubrögð.

Almenningur á að gera þá einföldu kröfu að fá að kjósa sér útvarpsstjóra í opnu og gegnsæu ferli þar sem allir þeir sem sækja um starfið geri grein fyrir sér, fyrri störfum, menntunn og síðast en ekki síst, pólitískum tengslum og venslum hverra hagsmuna þeir ætla að gæta í starfi sínu hjá RÚV.

Einn umsækjandi hefur stigið fram opinberlega og sagst gefa kost á sér í starfið og má sjá innlegg hennar á fésbókinni hér að neðan.
Það væri mikil lyftistöng fyrir Rúv og þjóðina alla ef þessi kona fengi starf útvarpsstjóra og minkaði afskipti illa gefina, spilltra og illa gerðra stjórnmálamanna af stjórn og starfi Rúv og gerði stofnunina sjálfstæðari í störfum sínum, lansmönnum öllum til hagsbóta.

Skoðað: 2051

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir