Svíkja sínar eigin samþykktir

Skoðað: 2354

Tollgæslumaðurinn.
Mynd: Gunnar Karlsson.

Það ætti að vekja gríðarlega athygli allra þegar stjórnmálaflokkur setur stefnu á landsþingi sem meiningin er að vinna eftir og fara í einu og öllu að en svíkja það síðan blákalt og boða allt aðra stefnu í því máli sem landsfundur samþykkti.

Þetta er raunin með Framsóknarflokkinn í samgöngumálum því Sigurður Ingi formaður flokksins og samgönguráðherra í núverandi ríkisstjórn hefur hvað eftir annað í fjölmiðlum og ræðum hafnað algjörlega gjaldtöku á þjóðvegum landsins en hefur greinilega snúist hugur, þvert á eigin yfirlýsingar og stefnu Framsóknarflokksins.

Á 35. flokksþingi Framsóknar í Mars síðastliðnum má sjá á bls. 8 í meðfylgjandi skjali, þessa klausu:

Móta þarf framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknarflokksins að tekjur af olíu- og bensíngjöldum, auk bifreiðagjalda og vörugjalda innflutnings ökutækja renni til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.

Jákvæð þróun bílaflota landsins í umhverfisvænni átt hefur og mun í sífellt meira mæli leiða til þess að þessi gjöld munu lækka. Til fjármögnunar stærri samgönguframkvæmda verði leitað til lífeyrissjóða eftir lánsfé sem um leið myndi veita lífeyrissjóðakerfinu trygga ávöxtun til langs tíma. Útfæra þarf nýjar tekjuleiðir sem endurspegla afnot af þjóðvegakerfinu. Eldsneytisskattar myndi áfram tekjugrunn samgangna á landi og/eða að aksturstengd gjöld leysi þá af hólmi.

Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum.

Þessari þarf að stilla upp á Austurvelli móti þinghúsinu til að minna ákveðna þingmenn og ráðherra hvað gerðist í fortíðinni í Frakklandi en gæti allt eins gerst aftur.

Enn einu sinni er formaður flokks staðin að lygum og svikum, meira að segja við stefnu eigins flokks og varla verður þetta til að auka hróður eða traust á þessari stofnun í ljóta húsinu við Austurvöll enda virðast þar ráða ríkjum lygarar, svikarar, heimskingjar, siðblindingjar, drullusokkar, mannhatarar, kvennhatarar, sérhagsmunaseggir og svo mætti endalaust telja.  Það varla teljandi á fingrum annarar handar það fólk sem starfar sem kjörnir fulltrúar almennings sem hagar sér eins og fólk og er með siðferðið í lagi.  Það er alla vega ljóst að það þarf að taka fram taðkvíslina og stunguskófluna og moka út ákveðnum þingmönnum fyrir fullt og allt enda eru þeir búnir að sýna og sanna að þeim verður aldrei treystandi enda búnir að ljúga svo oft og illa að þjóðinni auk heldur að svíkja allt sem þeir segjast ætla að gera en gera svo þveröfugt að almenningur er búinn að fá sig fullsaddan af þessu fólki.

Meðfylgjandi mynd sýnir svo það tæki sem reyndist hvað best í Frakklandi frá 1789 til að losna við siðblindingja, lygara og svikara.
Kanski það ætti að minna okkar þingmenn á að þeir eru dauðlegir með því að setja eftirlíkinguna upp á Austurvelli móti þinghúsinu þeim til áminningar sem þar sitja inni og ráða örlögum fólks á Íslandi?

Svari hver fyrir sig.

Skoðað: 2354

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir