Stuttur fimmti áfangi í kvöld

Skoðað: 2442

Stuttur áfangi, Vegamót Hella.

Fimmti áfangi minningarrallys Maríönnu og félga hennar verður í styttri kantinum í dag eða aðeins um 7,5 kílómetrar.
Þetta er lokahluti fyrri áfanga ferðalags hennar í hjólastól frá Hveragerði til Skóga í minningu þeirra einstöku persóna sem hafa tekið sitt eigið líf á undanförnum árum vegna niðurskurðar í velferðar, heilbrigðis og sérstaklega geðheilbrigðiskerfinu ásamt þeim ofboðslegu fordómum sem þetta fólk hefur mætt í baráttu sinni við fötlun, veikindi og síðast en ekki síst fíkniefni og geðræna sjúkdóma af hendi stjórnvalda, einstakra stjórnmálamanna, hinu opinbera og mjög mörgu starfsfólki þess ásamt fordómum lækna, hjúkrunarfólks og almennings.

Eins og þeir sem hafa fylgst með ferðalaginu þá hefur fólk tekið eftir því að félagar í mótorhjólaklúbbnum Outlaws, (Útlagar) hafa fylgt Maríönnu og einn félaginn, Jón Trausti Lúthersson hefur af eindæma hörku og elju farið alla ferðina með Maríönnu á handaflinu.
Traustur vinur og félagi sem tekur á sig slíka skuldbindingu og það er eitthvað sem aldrei verður metið til fjár.
Það er um leið sorglegt að aðrir klúbbar og gamlir félagar Maríönnu frá fornu fari skuli algjörlega hafa hunsað þetta ferðalag hennar og eiga Útlagarnir sem hafa lagt það á sig að fylgja henni í þessu ferðalagi virðingu skilið fyrir það sem þeir hafa lagt á sig, bæði þolinmæðina að dóla þetta á hjólunum á rétt rúmlega gönguhraða, kostnaðinn sem þeir hafa lagt í þetta og þá áhættu sem þeir taka með því að vera alltaf við miðlínu vegar, leggjandi líf sitt og heilsu að veði til að verja hjólastólakappana fyrir umferðinni sem tekur fram úr.
100% respect fyrir það Útlagar.

Hins vegar eiga olíufélögin litlar þakkir og engan heiður skilið fyrir sína framkomu við Maríönnu og félaga þegar óskað var eftir styrkjum frá þeim því bæði N1 og Olís sögðust vera búin að deila út öllum styrkjum fyrir þetta árið og væru skítblönk.  Það segir allt sem segja þarf um hugarfar stjórnenda og eigenda þessara fyrirtækja sem moka inn tugum milljóna í gróða á hverjum degi af eldsneytissölu og okri á kranavatni.

En í kvöld klukkan 18:00 eða lítið eitt seinna, hefst fjörið að vanda á planinu við Vegmót þar sem rúllað verður á Hellu með handaflinu einu saman og endað við veitingastaðinn Árhús sem er til hægri þegar komið er út úr hringtorginu á Hellu.

Við minnum svo enn og aftur á styrktarreikninginn fyrir rallýkappana og hvetjum fólk til að láta eitthvað af hendi rakna því þó það sé ekki nema 500 kall eða 1.000 kall þá safnast saman þegar margir taka þátt og margt smátt gerir eitt stórt.
Með fyrirfram þökk frá Ferðabæklingunum.

það er Lísbet Unnur Jónsdóttir sem er skráð fyrir styrktarreikningnum.

Styrktareikningur Ferðabæklingana, fer til kaupa á hjálpartækjum fyrir þá sem fá ýtrekaðar hafnanir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem eiga að tryggja réttindi sjúklinga. Rnr. 515 -14 -2323 Kt. 220272-5409 Reiknigurinn er á nafni Lísebet Unnar Jónsdóttur.

Endilega deilið þessum upplýsingum sem allra víðast.

Skoðað: 2442

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir