Stjórnvöld ljúga hreinlega að fátækasta fólkinu og stela af þeim jólunum

Skoðað: 5228

Þann 20. nóvember síðastliðin birti stjórnarráðið á heimasíðu sinni frétt um viðspyrnu fyrir ísland, undir fyrirsögninni: “Viðspyrnustyrkir og stuðningur við atvinnuleitendur, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa”.
Undir þriðju fyrirsögninni um stuðning við örorkulífeyrisþega og viðkvæma hópa, stendur skýrt og greinilega að “Greidd verður út 50 þúsund króna eingreiðsla til þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á lífeyri á árinu fyrir 18. desember, til viðbótar við desemberuppbót sem jafnframt kemur til greiðslu í desember.” En það má sjá á meðfylgjandi skjáskoti af vef stjórnarráðsins.

Síðan er það frumvarpið sem leggja á fyrir alþingi á morgun, annan desember og er níunda mál á dagskrá, en í því miðast við að þessar sérstöku “jóla”bætur skuli ekki verða greiddar út fyrr en 31. desember en það er í algjöru ósamræmi við yfirlýsingu stjórnarráðsins af vef þeirra.

Þetta þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir greiða atkvæði um þetta frumvarp, að taka sérstaklega fram að farið verði eftir því sem segir í kynningu stjórnarráðsins, að þessi sérstaka uppbót verði greidd lífeyrisþegum fyrir jól eða 18. des í síðasta lagi því annars hefur ríkisstjórn íslands gengið á bak orða sinna, svikið öryrkja og stolið af þeim jólunum.

Við hvetjum þig sem þetta lest að senda þessa grein á alla alþingismenn sem sitja á alþingi og hvetja þá til að leggja fram breytingartillögu við frumvarpið þar sem dagsetningunni í II Kafla, 2. grein frumvarpisins verði breytt úr 31. desember 2020 í 18. desember, sbr hér að neðan sem er feitletrað rautt úr tilvísun úr frumvarpinu.

II. KAFLI

Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.

2. gr.

Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 18. gr., slysaörorkulífeyris skv. 12. gr. laga
um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015, eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga
um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2020, skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 50.000 kr.
Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við
greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem greiðist eigi síðar en 31. desember 2020,
skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.

Það er löngu orðið með öllu óþolandi að ráðherrar og ríkisstjórn geti ekki einu sinni samræmt lygarnar og svikin við fátækasta fólkið í landinu þegar þarf að stela af þeim jólunum.

Frumvarpið í heild sinni.

Deilið til þingmanna.

Skoðað: 5228

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir