Skattalækkunin færir öryrkja á strípuðum bótum alveg heilan fimmhundruð kall

Skoðað: 3059

Gulrót stjórnvalda fyrir afnámi krónuskerðinga er starfsgetumat að erlendri fyrirmynd.
MYND: Gunnar Karlsson.

Enn eitt árið horfa öryrkjar upp á gjána á milli tekna þeirra og atvinnuleysisbóta breikka. Enn eitt árið kýs fjármálaráðherra að hafa að engu 69. gr laga um almannatryggingar, þegar hann kýs að hækka bætur almannatrygginga um rétt ríflega verðbólgu, í stað þess að fylgja launaþróun eins og lögin eru svo skýr um.

Enn eitt árið er öryrkjum ætlað að draga fram lífið á engu. Enn eitt árið er litið á öryrkja sem skítugu börnin hennar Evu. Og enn eitt árið túlkar fjármálaráðuneytið lög um almannatryggingar öryrkjum í óhag.

Og enn eitt árið þurfa öryrkjar að herða gatslitna sultarólina til að reyna að láta enda ná saman.

Þetta hér að ofan og fleira skrifar Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ um í pistli sínum í fréttablaðinu í dag.

Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá stjórnmálamenn sem sitja á sínum bólstruðu stólum í alþingishúsinu við Austurvöll með vel yfir milljón í mánaðarlaun en þó sérstaklega ráðherra ríkisstjórnarinar með hátt í þrjár millur á mánuði hvernig siðferðisstuðull þeirra er orðin þegar þeir halda því fram fullum fetum að fólk geti lifað þeim bótum almannatrygginga sem þeir bjóða sjúkum og öldruðum upp á því þeir sem eru með strípaðar bætur fá aðeins 212 þúsund eftir skatta og gjöld útborgað.  Sé viðkomandi búsettur erlendis lækkar upphæðin um tæplega 5 þúsund niður í 208 þúsund.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði hátt fyrir tveimur árum og talaði mikið um það að fátækt fólk á íslandi ætti ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti og að stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir hvernig þau kæmu fram við þetta fólk.  Þetta færði henni og flokki hennar mikið fylgi fyrir síðustu kosningar en ekki var fyrr búið að krýna hana sem forsætis þegar hún sté í pontu alþingis með sína stefnuræðu og slengdi því framan í fátækasta fólkið að hún ætlaði ekkert að gera í þeirra málum, ekkert frekar en fyrri ríkisstjórnir höfðu gert.  Afhenti síðan einhverjum siðblindasta og versta stjórnmálamenni síðari tíma lyklana að fjármálaráðaneytinu, settist í sitt hásæti og hefur ekki haft kjark né þor til að ræða málefni fátækasta fólksins eftir það en forðar sér með slíkum hraða úr þingsal þegar fátækt, aldraða eða öryrkja ber á góma í umræðum úr salnum að það sér undir báða skósóla samtímis og varla að hún náist á mynd því hraðinn er svo ofboðslegur.

Það ætti öllum að vera orðið ljóst að Katrín Jakobsdóttir og flokkur hennar, Vinstri Græn, mun aldrei gera neitt fyrir fátækasta fólkið á íslandi.  Fólkið sem stólaði á hana, trúði hennig treysti fyrir síðustu kosningar hefur ekkert fengið frá hennið eða flokkunum nema spark í andlitið í hvert sinn sem hún tjáir sig.  Svikin.  Lygarnar og algjör aumingjaskapur þessarar konu eiga eftir að verða eftirmæli hennar og ríkisstjórnar hennar þegar farið verður að telja upp nöfn þeira hundruða einstaklinga sem nú þegar og eiga eftir að taka líf sitt vegna þess að fátækasta fólkið sér enga von lengur í að kjör þess verði bætt.
Hvorki aldraðir né öryrkjar og eina leiðin verður því spotti, byssa eða hnífur.

Við látum hér fylgja með myndband um hvaða andlegu áhrif það hefur að lifa við stöðuga fátækt, eiga ekki fyrir mat eða lyfjum og geta aldrei veitt sér nokkurn skapaðan hlut því andlegu sjúkdómarnir sem herja á fátækasta fólkið í boði stjórnvalda, þunglyndið, einmannaleikinn og félagslega einangrunin, drepa það fyrir rest.

Þeir sem vilja styrkja vefinn er bent á að upplýsingar þess efnis er að finna hérna.

Skoðað: 3059

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir