Lífeyrisþegar búsettir erlendis áhyggjufullir og hræddir

Skoðað: 2482

Gengi íslensku krónunar hríðfellur þessa dagana og ekki er fyrirséð að breyting verði á því á næstunni né að krónan styrkist gagnvart erlendum gjaldmiðlum.
Samkvæmt vef og gengisskráningu hjá Sparisjóðunum eru tölurnar eftirfarandi:
Evran er þegar komin yfir 150 krónur en stóð í 145,80 krónum mánudaginn 9. mars síðastliðin.
Dollarinn stóð sama dag í 127, 71 en er í dag 135,48 krónur.
Danska krónan var 19.51, er í dag 20,09.
Sænska krónan var 13,63 en er í dag 13,78.

Seðlabankinn sýnir aðra mynd eins og sjá má í haus greinarinar hér að ofan.

Norska krónan virðist vera á sama fallandi fætinum og sú íslenska en þar kemur kanski tvennt til og hvorugt gott því olíuverð hefur hríðfallið í verði vegna aukinnar framleiðslu og síðan sú staðreynd að Norska krónan er eins og sú íslenska óbundin við aðra gjaldmiðla eins og sú danska og sænska.

Umræður íslenskra lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis og fá allar sínar tekjur frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum á íslandi bera þess merki að áhyggjur þessa fólks fara vaxandi því ómögulegt er að spá til um hvernig staða íslensku krónunar verður næstu vikur og mánuði meðan veirufaraldurinn tröllríður heimsbyggðinni og ekki hjálpar að íslensk stjórnvöld virðast algjörlega vanmáttug í því að taka á málum á íslandi.

Efnahagshrunið 2008 er öllum í fersku minni og sporin hræða því það er eins og íslenskir stjórnmálamenn hafi ekkert lært af því hruni enda bera “aðgerðir” þeirra sem nú sitja við stjórnvölin þess greinileg merki og taki þeir sér ekki tak og fari í róttækar aðgerðir og axli ábyrgð er hætt við öðrum stórum efnahagsskell sem mun bitna harðast á almenningi í landinu meðan auðvaldinu, fyrirtækjum og bönkum verður bjargað eins og eftir síðasta efnahagshrun.

Eina sem hægt er að gera sem almennur borgari er að bíða og vona að þetta gangi fljótt yfir svo hægt verði að endurræsa hagkerfi þeirra landa sem verst verða úti í þessum faraldri.

Skoðað: 2482

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir