Þrír þingmenn mættu í bíó, sextíu sátu heima og boruðu í nefið á sér eins og þeim kæmi þetta ekki við

Skoðað: 11861

Fátækir buðu þingi og þjóð á I, Daniel Blake, mynd um niðurbrot velferðarkerfisins í Bretlandi.
MYND: Benjamín Juian

Pepparar buðu þingmönnum og ráðherrum í bíó í gærkvöldi ásamt pallborðsumræðum eftir sýningu þar sem myndin og efni hennar var rætt.  Myndin sem um ræðir heitir I Daniel Blake og fjallar um Daniel Blake sem er 59 ára gamall smiður sem er nýbúinn að fá hjartaáfall. Læknirinn hans segir honum að hann megi ekki vinna – en eftir að hafa svarað fáránlegum spurningum skrifstofustarfsmanns segir kerfið hins vegar að hann sé vinnufær. Í kjölfarið tekur við löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kafkaískt kerfi – en í gegnum það kynnist hann ungri tveggja barna einstæðri móður í jafnvel ennþá þrengri stöðu og tekst að gera sitthvað til að hjálpa henni. Þetta er mynd um hvunndagshetjur sem standa saman þegar hið opinbera bregst þeim.
Myndin verður til sýninga í Bíó Paradís næstu daga og hægt er að sjá dagskránna með því að smella hérna.

Á þennan vel auglýsta, vel skipulagða viðburð mættu einungis þrír þingmenn.
Engir ráðherrar takið eftir!
Þeir þingmenn sem mættu voru Birgitta Jónsdóttir, Halldóra Mogensen og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Restin sat heima, sextíu þingmenn, boruðu í nefið og fannst engu máli skipta hvernig komið er fram við veikasta fólkið í landinu.

Það er óskandi að þessar þrjár hörkuduglegu þingkonur mæti á alþingi eftir helgi og fái útskýringar á því hvers vegna þessir sextíu sátu heima og sýndu þessum hópi, Peppurum, þá algjöru vanvirðingu að mæta ekki á boðssýninguna sem var þeim sérstaklega ætluð.
Þingmaður sem sem ekki getur mætt af einhverjum ástæðum á viðburð sem honum er sérstaklega boðið á getur í það minnsta sýnt þá lágmarkskurteisi að senda eitt SMS, tölvupóst eða hringt í þann sem býður og afboða sig með einhverri afsökun.  Að hunsa heil félagasamtök of forsvarsmenn þeirra með þeim hætti sem þeir geru er dónaskapur af verstu sort og segir svolítið mikið um mannkosti þeirra þingmanna, hvar í flokki sem þeir eru.

Þetta er mynd sem allir þurfa að sjá til að átta sig á því hvernig velferðarkerfið er kerfisbundið eyðilagt af valdafólki sem kann ekki með vald sitt að fara og brýtur niður og eyðileggur allt sem það kemur nálægt.  Ríkisstjórn Íslands ásamt meirihluta alþingis er í dag skipað þessháttar fólki.

Skoðað: 11861

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir