Skandall

Sannleikurinn er sagna bestur

Efnisorð: réttindamál

Gulu vestin á leið til Íslands og útskýrð

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir franskur ríkisborgari, Roman Light hvað gulu vestin þýða og hvað þau eiga að tákna. Rétt er samt að vara við myndbrotum í myndbandinu þar sem franska lögreglan gengur í skrokk á varnarlausu fólki, stundum margir saman með kylfur að vopni, beitir táragasi og gúmmíkúlum og ræðst jafnvel á aldrað […]

Króna á móti krónu skerðing. Hvernig virkar það?

Það sem hefur alveg gleymst í kjaramálum öryrkja og eldri borgara er að útskýra fyrir almenningi hvernig króna á móti krónu skerðingarnar virka fyrir þessa hópa og það er því komin tími til að setja fram nokkur dæmi um það. Ekki með því að taka dæmi af öryrkjum eða eldri borgurum heldur hinni vinnanndi stétt […]

Hún vogaði sér það að fæðast fötluð og fær því ekki að mennta sig

Það er fátt meira átakanlegt og sorglegra en þegar stjórnvöld brjóta vísvitandi stjórnarskrárbundinn rétt einstaklinga. (76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í […]

70 til yfir 100 % skattur og skerðingar á launum lífeyrisþega sem fara í vinnu

Í hvert sinn sem rætt er um hvernig hægt sé að fjölga öryrkjum á vinnumarkaði er algjörlega horft fram hjá þeirr staðreynd að lífeyrisþegar sem geta unnið eitthvað fá á sig svo miklar skerðingar vegna handónýtra laga um almannatryggingar, að þeir sjá sér engan hag í því að fara út á vinnumarkaðinn.  Auk heldur eru […]

Tryggingastofnun Ríkisins ætti með réttu að heita Niðurlægingarstofnun og fátæktargildra Velferðarráðuneytisins

Tryggingastofnun Ríkisins.  Bara tilhugsunin um þetta hús á horni Laugavegar og Snorrabrautar sendir ískaldan hroll niður eftir hrygglengjunni á mörgum öryrkjum og þeim sem þurfa að sækja þjónustu sína í þessa hryllingsstofnun.  Mjög margir bera því starfsfólki sem þar vinnur vel söguna en þær eru fleiri hryllingssöugurnar af fólk sem þar hefur farið inn og […]

Hvar voru ÖBÍ og Sjálfsbjörg fimmtudagin 3. mars síðastliðin?

Fimmtudaginn 3. mars síðastliðin var blásið til mótmæla fyrir utan TR á Laugavegi og Sjúkratrygginga Íslands við Vínlandsleið í Grafarholti til að sýna fram á hvernig þessar stofnanir vinna grímulaust á móti fötluðum einstaklingum í þjóðfélaginu, neita þeim um nauðsynleg hjálpartæki sem auðvelda viðkomandi að lifa sem eðlilegustu lífi.  Sem dæmi um hvað neitunarvaldið er […]

Óþroskaður fjármálaráðherra lifir í heimi blekkinga og lyga út frá fölsuðum tölum exelskjala

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. Af hverju tala um útgjöld ríkisins í milljörðum en hækkun á bótum almannatryggina til handa einstaklingum í […]

Útskýringar fyrir treggáfaða þingmenn ríkisstjórnarflokkana

Í framhaldi af þeirri umræðu sem fer fram á alþingi um fjárlögin hefur hvað eftir annað komið í ljós að þingmenn ríkisstjórnarflokkana eru annað hvort svona gífurlega illa upplýstir af þingflokkum sínum um kjör lífeyrisþega á íslandi eða þá að þeir eru eins og aparnir þrír, sjá ekki, heyra ekki og segja aldrei satt því […]

Félagsþjónusta sveitarfélagana í rúst – Veikt fólk hýrist á götunni eða í gömlum bílum

Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig velferðarkerfinu hefur kerfisbundið verið rústað af stjórnvöldum á síðustu 10 til 15 árum, ábyrgðinni velt yfir á sveitarfélögin sem mörg hver eru svo skuldum vafin að þau geta tæplega sinnt þeirri þjónustu sem skyldan býður þeim. Reykjanesbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem hvað verst eru sett í […]

Æpandi þögn fjölmiðla um kjör öryrkja og aldraðra

Þegar fréttir bárust af því í gær að Kjararáð hefði hækkað laun þingmanna, ráðherra, forseta og opinberra embættismannafrá 60.000 upp í allt að 200.000 kr. hækkun á sínum mánaðarlaunum afturvirkt til fyrsta mars 2015 loguðu samfélagsmiðlar í kjölfarið þar sem fólki er gjörsamlega ofboðið enda þessar launahækkannir langt umfram þá samninga sem samið var um […]

Skandall © 2017
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka