Er það ekki starf hans að búa til lög eða breyta þeim?

Skoðað: 1876

Starfshættir Ásmundar Einars Daðasonar.
MYND: Gunnar Karlsson.

Eitt af því sem fellur undir störf ráðherra er að smíða lög og lagaramma til að þjóna almenningi í landinu.  Þegar ráðherra stígur fram og segist ekki geta mætt kröfum einhverra þjóðfélagshópa vegna þess að það þurfi að breyta lögunum svo það sé hægt þá hlýtur maður að furða sig á getuleysi og aumingjaskap ráðherra sem stígur fram með slíkar fullyrðingar þegar hægt er að benda á ótal dæmi um hið gagnstæða hjá öðrum ráðherrum, sbr þegar sjávarútvegsráðherra breytti lögum með einu pennastriki til að þóknast laxeldisfyrirtæki á vestfjörðum síðastliðið vor.

Ásmundur Einar Daðason játar að hann er getulaus aumingi sem veldur ekki ráðaneyti sínu á nokkurn hátt.

Félagsmálaráðherra segir ákveðinn lagaramma koma í veg fyrir að ríkið geti mætt kröfum þeirra öryrkja sem greiddu bakreikninga vegna dráttarvaxta. Búið er að bregðast við erindi Öryrkjabandalagsins, en ekki sé hægt að verða við kröfum þeirra að svo stöddu.

Um fimm hundruð manns, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, hafa þurft að greiða háa bakreikninga til Tryggingastofnunar vegna dráttarvaxta á vangreiddar bætur frá Reykjavíkurborg. Fleiri svipuð mál eru í farvatninu. Farið hefur verið fram á að dráttarvextir vegna ógreiddra bóta teljist ekki til tekna, en til þess þarf að breyta lögum. Öryrkjabandalagið vakti fyrst máls á þessu við ráðherra í janúar, sem segir erfitt að bregðast við.

Ásmundur Einar Daðason: „Niðurstaða ráðuneytisins þegar það var búið að skoða þetta var að lagalegi ramminn sem okkur er settur í þessu, að það sé erfitt að bregðast við innan hans, en við erum að skoða hvort það sé hægt að gera eitthvað.”

Fréttamaður: Var ekki hægt að bregðast við fyrr? Þau sendu bréf í janúar sem var ekki svarað. 

ÁED: „Við erum búin að svara erindi ÖBÍ, en það breytir ekki lagalega rammanum sem ráðuneytið komst að það væri erfitt að bregðast við innan. Þannig að þannig liggur það.”

Frm: Ertu í raun að segja að það sé lítið hægt að gera fyrir þennan hóp? 

ÁED: „Ég er að segja að við erum bundin af ákveðnum lagaramma sem lítur að þessu og það var kallað eftir ákveðnum tillögum af hálfu ÖBÍ. Niðurstaða ráðuneytisins var að það væri ekki mögulegt að verða við því. En við erum að skoða hvort það sé mögulegt að bregðast við með einhverjum hætti.”

Segir í frétt á RÚV.

Hann var ráðinn til þess verks þegar hann var kosinn á þing að vinna fyrir almenning, að hagsmunum þjóðarinar í heild sinni, (eins og öllum þeim sem kosnir eru á þing ber að gera), en ekki til að vinna að hagsmunum flokks síns, sérhagsmunaafla, auðmanna eða síns eigins rassgats.

Að halda því fram að hann geti ekkert gert í þessum málum er í versta falli aumt yfirklór ræfills sem lætur stjórna sér af sérhagsmunaklíkunni á alþingi, (lesist sjálfstæðismafíunni og Bjarna Ben), eða þá að maðurinn getur ekki sem ráðherra gert einfalda lagabreytingu eða reglugerðarbreytingu til að koma í veg fyrir að ríkið steli dráttarvöxtum þeirra sem fengu skaðabætur frá borginni með ólögum þeim sem skerðingarákvæði laga um almannatryggingar kveða á um.

Ræfildómur þessa manns er algjör.

Skoðað: 1876

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir