Enn ljúga ráðherrar og nú er það Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

Skoðað: 3242

Illa upplýstur ráðherra eða óvandaður lygari?
Illa upplýstur ráðherra eða óvandaður lygari?

Í meðfylgjandi pósti og myndbandi sem Lára Hanna Einarsdóttir póstaði á Facebooksíðu sína eftir umræðurnar í Sjónvarpinu fimmtudaginn 29. Sept, þar sem er klippa úr umræðunum, má sjá og heyra Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fara tvisvar með kolrangt mál ef ekki hreina lygi þegar hann segir blákalt að ekkert af nágranalöndum okkar sé með ókeypis heilbrigðiskerfi.

Annað hvort er Kristján svona illa upplýstur um staðreyndir í Danmörku, Þýskaland, Bretland og Spán, svo fáein lönd séu nefnd til sögunar eða þá honum finnst það ekkert tiltökumál að ljúga blákalt framan í þjóðina til að réttlæta málflutning sinn.

Hér að neðan má lesa stöðufærslu þar sem Lára Hann kallar eftir viðbrögðum frá nokkrum lesendum sínum til að fá staðreyndir málsins á hreint og er talsverður fjöldi sem hefur staðfest að í þeim löndum sem áður eru nefnd, hefur fólk ekki þurft að greiða fyrir sótta heilbrigðisþjónustu.

Umsagnir fólks á lesa með því að smella á umsagnamerkið í rammanum hér að ofan.

Skoðað: 3242

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir