Aldraðir og öyrkjar verða sviknir enn eitt árið af núverandi stjórnvöldum um lögbundnar hækkannir á almannatryggingum

Skoðað: 4167

Svikamundur sullar lygunum og þvælunni yfir þingheim og almenning.Það er svo sannarlega ekki gleðifregnir sem Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinar færir okkur þennan kalda Janúardag en hann var í viðtali við Í Bítið á Bylgjunni í morgunn þar sem hann var spurður út í umræðu á alþingi um hækkun bóta almannatrygginga.
Í viðtalinu segir Kristján ekki sjá fram á að lífeyrisþegar, aldraðir og öryrkjar fái neina hækkunn á sínum bótum umfram það sem þær hækkuðu þann fyrsta Janúar síðastliðin, en sú hækkunn skilaði bótaþegum aðeins frá 10 til 16. þúsund krónum eftir skatta og gjöld.

SJÁ EINNIG:  Þjóðníðingar sem þiggja milljónir fyrir jólin en samþykkja að svelta öryrkja og aldraða rétt fyrir jól. Rétttrúnaður við flokksforistuna gengur fyrir

Það gekk ekkert lítið á fyrir jólafrí þingmanna á síðasta ári þegar umræður um fjáraukalög voru rædd því allar tölur og staðreyndir sem ÖBÍ, Aldraðir, stjórnarandstaðan og einstaklingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum sendu til þingmanna og ráðherra í ríkisstjórn íslands voru algjörlega hunsaðar og almenningi talin trú um að allir þessir aðilar væru ómarktækir því Bjarni Ben og slekktið hans vissi sko betur, það sýndu þeirra útreikningar.
Annað hefur komið á daginn og eftir standa lygarnar frá Bjarna og kompaníi hans um aldur og ævi því það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi ríkisstjórnarinar um kjör aldraðara og öryrkja eins og staðan er í dag.

SJÁ EINNIG:  Ósannindi og lygar formanna stjórnarflokkana í beinni útsendingu í fréttum RÚV

Og hvernig er svo raunveruleg staða lífeyrisþega eftir þessa heimsmetshækkunn Bjarna og Co upp á 9,7%?
Hún er slæm.  Mjög slæm því eftir stendur að þeir lífeyrisþegar sem fengu áður aðeins 172. þúsund útborgað á mánuði og eru eingöngu með tekjur frá Tryggingastofnun, fá í dag rétt um 185. þúsund krónur en þeir sem bjuggu einir og fá heimilisuppbót og fengu 184. þúsund, fá í dag um 196. þúsund krónur útborgað.
Þetta var allt lagt fyrir sem grjótharðar staðreyndir í umræðum á alþingi fyrir jólin en samt var mannvonska þingmanna stjórnarflokkana það sem endanlega réði, þeir ákváðu að brjóta lagagrein númer 68 í lögum um almannatrygingar og neitðu að hækka bætur í samræmi við lög meðan þeir sjálfir fengu með sínum jólabónus, hækkunn upp á hátt í 800 þúsund krónur í eingreiðslu.
Framkoma þeirra þingmanna má aldrei gleymast og rétt að minna þá á það við hvert tækifæri sem þeir tjá sig um málefni aldraðra og öryrkja.
Listann má finna hérna.

Mig langar að hvetja fólk til að horfa á umræður um þessi málefni sem voru á alþingi þann 25. jan síðastliðin hér að neðan og þá sérstaklega þvæluna og lygarnar sem vella út um allar rifur og göt á svokölluðum forsætisráðherra þar sem hann ætlar greinilega að svíkja aldraða og öryrkja eitt árið enn.
Það er augljóst að stjórnarflokkarnir standa í stórfelldu, pólitísku sjálfsmorði bæði á eigin flokkum, trúverðugleika sínum og hreinlega útþurkun þeirra fyrir næstu kosningar.

Í lokin eru svo leitarniðurstöður hér á síðunni sem fólk ætti að lesa vel og vandlega um málefni aldraðra og öryrkja.

Skoðað: 4167

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir