Fjölmiðlar og almenningur hunsa ákveðna þjóðfélagshópa og baráttu þeirra

Skoðað: 5221

Með tárin í augunum og brostin af von um lagfæringar hélt Hjördís áfram að hvetja fatlaða til dáða.
Með tárin í augunum og brostin af von um lagfæringar hélt Hjördís áfram að hvetja fatlaða til dáða. Ljósmynd: Andres Zoran Ivanovic

Það er hreint með ólíkindum hvernig fjölmiðlar og almenningur getur hunsað baráttu ákveðina hópa í samfélaginu og siðgengið algjörlega þegar mannréttindi eru brotin á þessum hópum.  Það er harðneskjulegt að segja það, en ef á að vísa fólki úr landi sem komið hefur hingað ólöglega og sótt um hæli, (OG ÞETTA ER ALLS EKKI MEINT SEM FORDÓMAR Á ÞÁ SEM HINGAÐ KOMA OG VILJA SETJAST AÐ), þá loga fjölmiðlar og samfélagsmiðlar þar sem krafist er réttlætis fyrir þetta fólk en um leið og þetta snýr að fólki sem fæddist í þessu landi og þarf á stuðningi og umfjöllun fjölmiðla að halda þá gengur það á alla veggi sem hægt er að finna og ekkert er fjallað um málefni þess nema í afbökuðum fréttatilkynningum frá þingmönnum, ráðherrum og foristumönnum þeirra stofnana sem eiga að sjá um velferð þessara hópa, standa með þeim og hjálpa þeim en ekki vinna stöðugt á móti þeim og gera þeim lífið eins erfitt og bölvanlegt þeim framast er kostur.

Rúv, Ríkisútvarp ALLRA landsmanna hefur tekið þann pólinn í hæðina að hunsa algjörlega alla baráttu fatlaðra einstaklinga í þjóðfélaginu en er því duglegra að blasta út lygaþvættingi ráðamanna þjóðfélgasins án þess að svo mikið sem sinna upplýsingaskyldu sinni þegar kemur að baráttu þeirra sem verst eru staddir í þessu þjóðfélagi því þeir mæta þeim yfirgengilega dónaskap frá fréttastofu Rúv, að það er kanski sendur frétta og kvikmyndatökumaður á staðinn og allir vona nú að eitthvað fari að gerast en síðan er engin umfjöllun um viðkomandi viðburð.  Þetta er kallað að þagga niður í röddum fólksins og þetta gera allar sjónvarpsstöðvar, vefmiðlar, dagblöð og síðast en ekki síst, útvarpsstöðvarnar.  Öll nema Útvarp Saga sem hefur þó reynt að benda á þær staðreyndir sem fatlaðir, öryrkjar og aldraðir hafa reynt að koma á framfæri svo mánuðum og árum skiptir en alltaf mætt þögninni eða þá að umfjallanir koma sér enn verr fyrir þessa þjóðfélagshópa vegna fordóma sem er því miður alið á gagnvart öldruðum, öryrkjum og þeim sem þurfa á hjálpartækjum að halda til að komast ferða sinna.

Þann þriðja mars síðastliðin var búið að boða til mótmæla við Tryggingastofnun Ríkisins á Laugavegi og á sama tíma við Sjúkratryggingar Íslands við Vínlandsleið þar sem sýnd voru hjálpartæki þau sem fötluðum var boðið upp á að nota og var ástand þeirra svo slæmt að algjör skömm var að.  Bremsulausir hjólastólar á svo slitnum eða ónýtum dekkjum að það var ekki viðlit að komast um á þeim ef einhver snjóföl eða hálka, jafnvel bara bleyta var á því yfirborði sem viðkomandi þurfti að ferðast um.  Fullorðin manneskja í hjólastól sem ætlaður var fyrir börn að nota og hún er búin að berjast í 2 ár að reyna að fá nýjan en hefur alltaf verið synjað af Sjúkratryggingum á einhverjum undarlegum forsendum sem enginn í raun skilur, allra síst þessi kona sem kemst ekki ferða sinna nema í hjólastól því þeir eru hennar fætur.

Mætingin var hræðileg.  7 einstaklingar mættu víð Sjúkratryggingar enda var það blásið af fljótlega og farið á Laugaveginn og sameinast við hópinn sem þar var, eitthvað á milli 10 til 15 manns.  Hunsunin var algjör af hendi ráðamanna, fjölmiðla og almennings eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Buguð og bogin en ekki Brotin. LJósmynd: Andres Zoran Ivanovic
Buguð og bogin en ekki Brotin.
LJósmynd: Andres Zoran Ivanovic

Það er hægt að telja endalaust upp skömmina sem fjölmiðlar, stjórnmálamenn, ráðherrar og almenningur ber vegna þessara mála þegar það er ákveðið að sniðganga þessa þjóðfélagshópa endalaust en við það verður ekki unað lengur því almenningur verður að sjá hvað er að gerast í þessu landi, hvernig mannréttindi á fötluðum eru brotin á hverjum einasta degi.
Hvernig sjtórnmálamenn brjóta lög sem þeir sjálfir hafa sett með því að neita þeim þjóðfélagshópum um að lifa mannsæmandi lífi og komast ferða sinna eins og þeir sem heilbrigðir eru.
Hvernig stjórnarskrárbundinn réttur þessara hópa er algjörlega hunsaður af ráðherrum og ríkisstjórn landsins sem halda að það sé þeirra verk að mylja stanslaust undir sjálfa sig, fjölskyldur sínar og vildarvini en ekki vinna að almannahagsmunum þjóðarinar allrar.
Hvernig almenningur kóar með þessum síbrotamönnum sem ljúga hreinlega upp á aldraða, öryrkja og fatlaða, hvenær svo sem þeim sýnist með dyggri aðstoð fjölmiðlafólks sem hefur hvorki getu, vit né siðvitund til að sporna á móti því.

Þetta er orðið ógeðslegt þjóðfélag þar sem það þykir jafn sjálfsagt að brjóta á rétti fólks, brjóta það kerfisbundið niður andlega, brjóta lög og stjórnarskrárbundinn rétt á því, eins og drekka vatn.
Almenningur sem stendur ekki með þessum þjóðfélagshópum er nákvæmlega jafn siðblindur og illa innrættur og þeir ráðherrar og þingmenn sem fengu feita tékka og jólabónus en neituðu öldruðum og öryrkjum um afturvirkar hækkannir, eins og lög gera ráð fyrir, því þessi sami almenningur stóð með þingmönnum og ráðherrum en ekki öryrkjum og öldruðum.

Nákvæmlega það sama er að gerast núna þegar fatlaðir eru að berjast fyrir því að fá þau hjálpartæki sem þeir þurfa og eiga rétt á að fá, ef almenningur hunsar þessa baráttu fatlaðra, þá eru ekkert skárri heldur en þessir sömu ráðamenn og áður eru nefndir.  Siðblindir og illa innrættir.

Það má því líkja TR og SÍ við einstakling sem kemur að manneskju sem hefur dottið en í stað þess að hjálpa henni á fætur þá nær viðkomandi í stórann stein sem hún notar til að brjóta báða fætur þess sem liggjandi er og skilja hann svo eftir til að bjarga sér sjálfur.
Þannig vinnur TR með dyggum stuðningi þingmanna, ráðherra, stjórnendum þessara stofnana, fjölmiðlum og síðast en ekki síst.
Almenningi.

Hún bognaði aðeins í restina en rétti svo úr sér sterkari á eftir.Heidi Delores, þú ert hetja. <3

Posted by Jack Hrafnkell Danielsson on 5. mars 2016

Skoðað: 5221

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir