Ferðaþjónusta fatlaðara er fúsk sem virkar ekki

Skoðað: 3985

Mikill styrr hefur staðið um ferðaþjónustu fatlaðra sem Strætó Bs sér um og er óhætt að segja að þjónusta þeirra hafi versnað svo um munar eftir að breytingar voru gerðar á kerfinu fyrir nokkru síðan.
Hjálmar Kristjánsson deildi á Facebook síðu sinni eftirfarandi pistli um hvernig synir hans sem báðir eru fatlaðir, búa á sama stað og þurfa báðir á þjónustinni að halda var mismunað gróflega af fyrirtækinu því ekkert virðist virka í þessu nýja kerfi þeirra.

Synir okkar tveir sem eru tvíburar (fatlaðir) og já 30 ára gamlir koma til okkar á hverju miðvikudagskvöld í mat.
Þeir hafa notið ferðaþjónustu fatlaðara hingað til án nokkurra vandkvæða þar til á síðasta ári þegar tekið var upp nýtt fyrirkomulag varðandi þessa þjónustu, þ.e. STRÆTÓ sér um þetta í dag. Ekki nóg með það þá eiga þeir að borga mun meira en á síðasta ári, en þá voru þeir að borga um 30-35 þús á mánuði fyrir sínar nauðsynlegu ferðir ( æfingar, tómstundir, félagslíf og annað). Takið eftir að þetta eru öryrkjar og spyrjið ykkur sjálf hvað þeir hafa á milli handanna? Miðað við nýjar reglur í dag þá verður þetta sennilega tvöfalt á þessu ári. Það er skýlt sig á bakvið nýtt tölvukerfi og eitthvað annað og allt það, en í guðanna bænum horfið á fólkið sem þarf á þessari þjónustu að halda.

Þeir áttu að vera mættir til okkar um kl. 19.00. og þá er hringt dyrabjöllunni, en þá er einungis annar mættur!!!! Hinn er ekki ennþá kominn!!!
Málið er að þeir búa á sama stað og ætla til okkar og fara síðan á sama stað aftur. Þegar þessi nýja ferðaþjónusta fatlaðra mætir á staðinn þá er þeim tjáð að aðeins annar þeirra eigi pantað far á þessum tíma og hinn þurfi að bíða þar til að hann sé sóttur af sínum bíl á öðrum tíma, hvað er að? Ok, ef rútan væri full þá myndi ég skilja, en sá fyrri fór einn til okkar í 6-7 manna bíl og er mættur til okkar og búinn að borða en hinn er ekki mættur!!!! Hinn sem situr eftir er en fyrir utan fötlun sína þá er líka einhverfur og nú situr hann eftir ekki sáttur að komast ekki í mat til mömmu og pabba. Hvað gerist þá,jú það lendir á starfsfólki heimilis hans.

Við erum búin að vera í símanum síðan sá fyrri kom og reyna að ná í þessa blessuðu ferðaþjónustu (STRÆTÓ) en erum enn á bið…. Núna er kl. 20:30.
Skammist ykkar Reykjavíkurborg og Strætó fyrir þetta ömurlega fyrirkomulag og eintóma gróða hugsun, þetta getur aldrei borgað sig. Sennilega fyrir ykkur en allavega ekki fyrir ÖRYRKJANA sem hér um ræðir og þurfa að komast ferða sinna.
Vorum að fá að vita að hinn sonurinn kemur ekki vegna þess að enginn seinni bíll mætti!!!!
SKAMMIST YKKAR, þeir sem það taka til sín.

Það verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir stöðugar kvartanir þeirra sem þurfa að nota ferðaþjónustuna og aðstandenda þeirra, þá virðist sem þeir sem sjá um kerfið hafi hvorki vit né þekkingu til að laga þetta því sömu mistökin koma upp aftur og aftur hjá þeim.

Skoðað: 3985

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir