Enn einn örflokkurinn stofnaður. Sósíalistar styrkja bara stöðu Sjálfstæðisflokksins

Skoðað: 3318

Gunnar Smáir Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson varla búinn að droppa Fréttatímanum á mjög svo vafasaman hátt þegar hann er búinn að stofna stjórnmálaflokk til höfuðs Íhaldinu í landinu.

Á síðu hins nýstofnaða stjórnmálaflokks kemur fram að fyrstu baráttumál hans verði þessi:

  1.  Mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, hvort sem þeir eru launamenn, atvinnulausir, lífeyrisþegar, námsmenn eða heimavinnandi.
  2.  Aðgengi án takmarkana að öruggu og ódýru húsnæði.
  3.  Aðgengi án takmarkana að gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, að gjaldfrjálsri menntun á öllum skólastigum og að gjaldfrjálsu velferðarkerfi sem mætir ólíkum þörfum fólksins í landinu.
  4.  Stytting vinnuvikunnar, til að bæta lífsgæði fólksins í landinu og auðvelda því að gerast virkir þátttakendur í mótun samfélagsins.
  5.  Enduruppbygging skattkerfisins svo auðstéttin greiði eðlilegan hlut til samneyslunnar en álögum sé létt af hinum verst stæðu.

Þá er stefna flokksins einnig útlistuð í fáeinum orðum en hann er sagður stjórnmálaflokkur almennings á Íslandi. Sósíalistaflokkur Íslands hafi þannig samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar að markmiði og vill öðru fremur færa völdin í hendur fólksins í landinu.

Hér er því kominn enn einn örflokkurinn á mið og vinstri væng stjórnmálana til að styrkja enn frekar stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum og dreifa atkvæðum þannig í allar áttir að fæstir þessara flokka eiga minnsta möguleika á að komast á þing vegna 5% reglunar.

Er virkilega ekki komið nóg af svona heimsku og bjánaskap?

Skoðað: 3318

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir